De la Rosa skipaður formaður GPDA Birgir Þór Harðarson skrifar 5. mars 2012 22:15 Pedro de la Rosa er nýr formaður samtaka keppnisökumanna í Formúlu 1. nordicphotos/afp Spænski ökuþórinn Pedro de la Rosa var í dag skipaður formaður GPDA sem eru hagsmunasamtök ökumanna í Formúlu 1. Samtökin taka á helsta hagsmunamáli ökuþóra sem er öryggi þeirra. Á undanförnum árum hafa samtökin tekið virkari þátt í öðrum málum Formúlunnar, þá helst um framtíð mótaraðarinnar. De la Rosa tekur við af Rubens Barrichello sem missti sæti sitt hjá Williams í lok ársins og ekur í bandarísku IRL mótaröðinni í sumar. GPDA þurfti því að finna sér nýjan formann. De la Rosa hefur áður verið formaður samtakanna árin 2008 til 2010. "Ég held að samtökin séu mikilvægari en fólk geri sér grein fyrir," sagði de la Rosa. Í stjórn félagsins sitja þrír ökumenn í Formúlu 1 og er einn af þeim formaður. Áætlað er að kjósa í stjórnina í Ástralíu eftir tæpar tvær vikur og er gert ráð fyrir að Felipe Massa og Sebastian Vettel verði endurkjörnir. Samtökin voru stofnuð í sinni núverandi mynd eftir dauða Ayrton Senna og Roland Ratzenberger árið 1994. Michael Schumacher veitti samtökunum forystu frá stofnun til 2005. Formúla Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Körfubolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Spænski ökuþórinn Pedro de la Rosa var í dag skipaður formaður GPDA sem eru hagsmunasamtök ökumanna í Formúlu 1. Samtökin taka á helsta hagsmunamáli ökuþóra sem er öryggi þeirra. Á undanförnum árum hafa samtökin tekið virkari þátt í öðrum málum Formúlunnar, þá helst um framtíð mótaraðarinnar. De la Rosa tekur við af Rubens Barrichello sem missti sæti sitt hjá Williams í lok ársins og ekur í bandarísku IRL mótaröðinni í sumar. GPDA þurfti því að finna sér nýjan formann. De la Rosa hefur áður verið formaður samtakanna árin 2008 til 2010. "Ég held að samtökin séu mikilvægari en fólk geri sér grein fyrir," sagði de la Rosa. Í stjórn félagsins sitja þrír ökumenn í Formúlu 1 og er einn af þeim formaður. Áætlað er að kjósa í stjórnina í Ástralíu eftir tæpar tvær vikur og er gert ráð fyrir að Felipe Massa og Sebastian Vettel verði endurkjörnir. Samtökin voru stofnuð í sinni núverandi mynd eftir dauða Ayrton Senna og Roland Ratzenberger árið 1994. Michael Schumacher veitti samtökunum forystu frá stofnun til 2005.
Formúla Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Körfubolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira