Viðskipti erlent

Nokkuð dregur úr gjaldþrotum í Danmörku

Nokkuð hefur dregið úr gjaldþrotum fyrirtækja í Danmörku á fyrstu tveimur mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra.

Danska hagstofan hefur sent frá sér nýjar tölur sem sýna að gjaldþrot í febrúar s.l. voru í heild 436 talsins og fækkaði þeim um 53 frá febrúar í fyrra. Þetta er svipuð þróun á varð í janúar.

Mesta fækkunin er á Kaupmannahafnarsvæðinu þar sem gjaldþrotum fækkaði úr 233 í fyrra og niður í 172 í ár. Flest þeirra fyrirtækja sem farið hafa í gjaldþrot eru smá og með fáa starfsmenn. Því auka gjaldþrotin ekki við atvinnuleysi í landinu nema að mjög litlu leiti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×