Viðskipti erlent

Stanford dæmdur sekur um 900 milljarða fjársvik

Dómstóll í Houston í Texas hefur dæmt bandaríska auðkýfinginn Allen Stanford sekann um fjársvik upp á 7 milljarða dollara eða tæplega 900 milljarða króna.

Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að fjárfestingabanki Stanford hafi verið svokallað ponzi svindl þar sem um 30.000 fjárfestar í um eitt hundrað löndum voru féfléttir.

Málaferlin hafa tekið langan tíma og hefur Stanford setið í gæsluvarðhaldi í ein þrjú ár meðan þau hafa staðið yfir. Stanford á yfir höfði sér 20 ára fangelsi en hann er orðinn rúmlega sextugur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×