Viðskipti erlent

Turkcell í slag við Björgólf Thor um kaupin á Vivacom

Turkcell stærsta farsímafyrirtæki Tyrklands mun gera tilboð í Vivacom stærsta símafyrirtæki Búlgaríu og keppir því við Björgólf Thor Björgólfsson um kaupin á Vivacom.

Eins og Fréttastofa hefur greint frá hefur Björgólfur Thor lagt fram tilboð í Vivacom en fyrirtækið er metið á 1,4 milljarða dollara eða um 175 milljarða króna. Með Björgólfi Thor í tilboðinu er gríski fjárfestirinn Panos Germanos sem er stofnandi gríska símafyrirtækisins Germanos. Björgólfur Thor átti Vivacom á árunum 2005 til 2007.

Auk fyrrgreindra hefur fjárfestingarsjóðurinn Pamplona Capital Management gert tilboð í Vivacom en sá sjóður er staðsettur í London.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×