Formúla 1

Red Bull: Jenson Button er helsta ógnin

Birgir Þór Harðarson skrifar
Vettel hefur sannfært Horner um að hann sé besti, og um leið efnilegasti, ökumaðurinn á ráslínunni.
Vettel hefur sannfært Horner um að hann sé besti, og um leið efnilegasti, ökumaðurinn á ráslínunni. nordicphotos/afp
Christian Horner, liðstjóri Red Bull liðsins, segir Jenson Button vera helstu ógnina í garð liðsins í ár. Hann er þó viss um að Sebastian Vettel eigi enn eftir að sýna hvað í honum býr. Aðeins ein og hálf vika er í fyrsta mót.

Jenson Button varð heimsmeistari árið 2009 í Brawn bíl en færði sig yfir til McLaren árið 2010 og hefur verið þar síðan. Margir töldu það óðs manns æði að fara til McLaren þar sem Lewis Hamilton réð lögum og lofum. Button hefur hins vegar gert liðið að sínu og Lewis upplifði erfiðasta tímabil ferilsins í fyrra.

Í ár verða sex heimsmeistarar á ráslínunni. Horner sá ástæðu til að nefna þrjá þeirra til viðbótar við Button; þá Lewis Hamilton hjá McLaren, Fernando Alonso hjá Ferrari og Kimi Raikkönen hjá Lotus.

"Ég held að tímabilið í ár verði stórkoslegt. Hlutirnir breytast svo hratt. Rásröðin í byrjun ársins þarf ekki endilega að vera sú sama og hún var í lok þess síðasta," sagði Horner.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×