Viðskipti erlent

Lokadagur fyrir eigendur grískra skuldabréfa runninn upp

Í dag er lokadagurinn fyrir eigendur grískra ríkisskuldabréfa að semja um 50% afskriftir á nafnverði bréfanna við grísk stjórnvöld.

Treglega hefur gengið að fá skuldabréfaeigendurnar að samningsborðinu og hefur aðeins innan við helmingur þeirra samið.

Jákvæðu fréttirnar eru að tveir af stærstu bönkum Þýskalands, Deutsche Bank og Commerzbank, hafa fallist á afskriftirnar sem og fjöldi minni banka í Þýskalandi.

Með afskriftunum er ætlunin að lækka opinberar skuldir Grikklands um rúmlega 100 milljarða evra. Ef tveir þriðjuhlutar af skuldabréfaeigendunum fallast ekki á afskriftirnar fá Grikkir ekki hið nýja neyðarlán sitt frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×