Viðskipti erlent

Yfir 90% af kröfuhöfum Grikklands samþykkja afskriftir

Yfir 90% af kröfuhöfum Grikklands úr einkageiranum hafa fallist á að afskrifa grísk ríkisskuldabréf sín um ríflega helming af nafnverði þeirra.

Þar með hefur lykilskilyrði þess að Grikkir fái nýtt neyðarlán verið uppfyllt og Grikkland kemst hjá þjóðargjaldþroti.

Kröfuhafar þessir eru að mestu stórir bankar og lífeyrissjóðir og með samkomulaginu verða ríflega 100 milljarðar evra af opinberum skuldum Grikklands afskrifaðir en um er að ræða stærstu skuldaeftirgjöf í sögunni.

Reiknað er með að neyðarlánið upp á 130 milljarða evra verði afgreitt til Grikkja á símafundi fjármálaráðherra evrusvæðisins í dag.

Markaðir í Bandaríkjunum í gærkvöld og Asíu í nótt fóru í mikla uppsveiflu þegar þetta lá ljóst fyrir í gærkvöldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×