Vettel fljótastur á æfingum dagsins í Barcelona Birgir Þór Harðarson skrifar 21. febrúar 2012 22:47 Vettel var fljótastur í dag á RB8 bílnum. Nordicphotos/afp Heimsmeistarinn Sebastian Vettel á Red Bull var fljótastur allra á æfingum í Barcelona í dag. Alls tóku ellevu lið þátt á þessum fyrsta degi æfinga í Barcelona. Vettel setti besta tíma morgunsins sem hann svo bætti síðdegis þegar skilyrði voru betri. Annar var Nico Hulkenberg á Force India og þriðji Lewis Hamilton á McLaren. Flest liðin ákváðu að reyna á akstursþol bílanna í dag. Mercedes frumsýndi nýja bílinn sinn í morgun áður en æfingarnar hófust og var Michael Schumacher ökumaður liðsins í dag. Hann varð sjötti á eftir Daniel Ricciardo á Torro Rosso og Fernando Alonso á Ferrari. Það sem bar hæst í dag var hversu fáa hringi Lotus liðið náði að aka en ökumaður þeirra í dag, franski nýliðinn Roman Grosjean kvartaði undan keppnisbíl sínum. Ekki er um sama bíl að ræða og liðið ók á Jerez-brautinni fyrr í mánuðinum þar sem Kimi Raikkönen var fljótastur í hinum Lotus bílnum. Um kvöldmatarleitið gaf Lotus út að þeir myndu ekki taka frekari þátt í æfingunum í Barcelona. Æft verður aftur í Barcelona á morgun og aftur á fimmtudag og föstudag. Formúla Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel á Red Bull var fljótastur allra á æfingum í Barcelona í dag. Alls tóku ellevu lið þátt á þessum fyrsta degi æfinga í Barcelona. Vettel setti besta tíma morgunsins sem hann svo bætti síðdegis þegar skilyrði voru betri. Annar var Nico Hulkenberg á Force India og þriðji Lewis Hamilton á McLaren. Flest liðin ákváðu að reyna á akstursþol bílanna í dag. Mercedes frumsýndi nýja bílinn sinn í morgun áður en æfingarnar hófust og var Michael Schumacher ökumaður liðsins í dag. Hann varð sjötti á eftir Daniel Ricciardo á Torro Rosso og Fernando Alonso á Ferrari. Það sem bar hæst í dag var hversu fáa hringi Lotus liðið náði að aka en ökumaður þeirra í dag, franski nýliðinn Roman Grosjean kvartaði undan keppnisbíl sínum. Ekki er um sama bíl að ræða og liðið ók á Jerez-brautinni fyrr í mánuðinum þar sem Kimi Raikkönen var fljótastur í hinum Lotus bílnum. Um kvöldmatarleitið gaf Lotus út að þeir myndu ekki taka frekari þátt í æfingunum í Barcelona. Æft verður aftur í Barcelona á morgun og aftur á fimmtudag og föstudag.
Formúla Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira