Kobayashi fljótastur á síðasta æfingadegi í Barcelona Birgir Þór Harðarson skrifar 24. febrúar 2012 19:00 Kobayashi hefur verið talinn viltasti ökumaðurinn á ráslínunni. nordicphotos/afp Kamui Kobayashi á Sauber bíl var fljótastur á æfingum dagsins í Barcelona í dag. Þetta var síðasti dagur æfingalotunnar sem staðið hefur síðan á þriðjudag. Liðin óku miklar vegalengdir í dag eða samtals 984 hringi. Að meðaltali ók hvert lið 109 hringi sem er um það bil tvöföld keppnisvegalengd í spænska kappakstrinum sem fer fram á brautinni ár hvert. Pastor Maldonado á Williams var annar og Paul di Resta á Foce India þriðji. Þá röðuðu toppmennirnir Jenson Button, Felipe Massa og Mark Webber sér í fjórða til sjötta sætið, allir innan við 1,5 sekúndur á eftir Kobayashi. Æfingarnar í Barcelona hafa verið mjög jafnar. Caterham liðið hefur hins vegar skorið sig úr þessa vikuna. Petrov og Kovalainen, ökumenn liðsins, hafa verið langt á eftir besta hringtíma hinna sem hlýtur að teljast áhyggjuefni svo stuttu fyrir mót. Síðasta æfingalotan áður en tímabilið hefst fer fram í Barcelona í næstu viku. Ástralski kappaksturinn er fyrstur á dagskrá þann 18. mars. Formúla Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Kamui Kobayashi á Sauber bíl var fljótastur á æfingum dagsins í Barcelona í dag. Þetta var síðasti dagur æfingalotunnar sem staðið hefur síðan á þriðjudag. Liðin óku miklar vegalengdir í dag eða samtals 984 hringi. Að meðaltali ók hvert lið 109 hringi sem er um það bil tvöföld keppnisvegalengd í spænska kappakstrinum sem fer fram á brautinni ár hvert. Pastor Maldonado á Williams var annar og Paul di Resta á Foce India þriðji. Þá röðuðu toppmennirnir Jenson Button, Felipe Massa og Mark Webber sér í fjórða til sjötta sætið, allir innan við 1,5 sekúndur á eftir Kobayashi. Æfingarnar í Barcelona hafa verið mjög jafnar. Caterham liðið hefur hins vegar skorið sig úr þessa vikuna. Petrov og Kovalainen, ökumenn liðsins, hafa verið langt á eftir besta hringtíma hinna sem hlýtur að teljast áhyggjuefni svo stuttu fyrir mót. Síðasta æfingalotan áður en tímabilið hefst fer fram í Barcelona í næstu viku. Ástralski kappaksturinn er fyrstur á dagskrá þann 18. mars.
Formúla Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira