Alain Prost: Williams í miklum peningavandræðum Birgir Þór Harðarson skrifar 27. febrúar 2012 21:15 Alain Prost var kallaður "prófessorinn" þegar hann keppti sjálfur. Hann stofnaði síðar sitt eigið lið sem fór á hausinn 2001. nordicphotos/afp Alain Prost, fjórfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 og fyrrum ökumaður Williams liðsins, segir sitt gamla lið vera í mjög miklum vandræðum með að fjármagna sig. Williams liðið er eitt af sigursælustu liðum í Formúlunni en hefur komið sér í mikil vandræði undanfarið. Nú er svo komið að erfitt er að finna auglýsendur og styrktaraðila fyrir liðið. "Ég tala oft við Frank Williams," sagði Prost sem vann sinn síðasta titil með liðinu 1993. "Þetta er erfitt fyrir þau því þegar þú kemur þér í peningavandræði í Formúlunni er erfitt að rífa sig upp úr þeim. Í vetur hef ég meira að segja reynt að finna handa þeim styrktaraðila en ekki tekist." Frank Williams tók fyrst þátt með liðinu sínu í Formúlu 1 árið 1978. Williams liðið varð svo í fyrsta sinn heimsmeistari með Alan Jones tveimur árum síðar. Frank Williams viðurkenndi nýverið að það hefðu verið mikil mistök að leyfa Adrian Newey að fara frá liðinu. Newey var á mála hjá Williams frá 1990 til 1997 en fór þaðan til McLaren. Nú er hann hjá Red Bull og er nú sigursælasti hönnuður í Formúlu 1. "Hann vildi hlut í liðinu sem ég var ekki tilbúinn að gefa honum," sagði Frank við F1 Racing tímaritið. "Eftir á að hyggja voru það mikil mistök því Adrian Newey er magnaður einstaklingur." Williams vann síðast heimsmeistaratitil árið 1997 þegar Jaques Villenevue vann, sinn fyrsta og eina titil, í Newey bíl. Árið 2004 vann Juan Pablo Montoya svo síðasta sigur Williams liðsins. Formúla Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Golf Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Alain Prost, fjórfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 og fyrrum ökumaður Williams liðsins, segir sitt gamla lið vera í mjög miklum vandræðum með að fjármagna sig. Williams liðið er eitt af sigursælustu liðum í Formúlunni en hefur komið sér í mikil vandræði undanfarið. Nú er svo komið að erfitt er að finna auglýsendur og styrktaraðila fyrir liðið. "Ég tala oft við Frank Williams," sagði Prost sem vann sinn síðasta titil með liðinu 1993. "Þetta er erfitt fyrir þau því þegar þú kemur þér í peningavandræði í Formúlunni er erfitt að rífa sig upp úr þeim. Í vetur hef ég meira að segja reynt að finna handa þeim styrktaraðila en ekki tekist." Frank Williams tók fyrst þátt með liðinu sínu í Formúlu 1 árið 1978. Williams liðið varð svo í fyrsta sinn heimsmeistari með Alan Jones tveimur árum síðar. Frank Williams viðurkenndi nýverið að það hefðu verið mikil mistök að leyfa Adrian Newey að fara frá liðinu. Newey var á mála hjá Williams frá 1990 til 1997 en fór þaðan til McLaren. Nú er hann hjá Red Bull og er nú sigursælasti hönnuður í Formúlu 1. "Hann vildi hlut í liðinu sem ég var ekki tilbúinn að gefa honum," sagði Frank við F1 Racing tímaritið. "Eftir á að hyggja voru það mikil mistök því Adrian Newey er magnaður einstaklingur." Williams vann síðast heimsmeistaratitil árið 1997 þegar Jaques Villenevue vann, sinn fyrsta og eina titil, í Newey bíl. Árið 2004 vann Juan Pablo Montoya svo síðasta sigur Williams liðsins.
Formúla Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Golf Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira