Fótbolti

Arnar Darri vill vera áfram í SönderjyskE

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arnar Darri Pétursson.
Arnar Darri Pétursson.
Arnar Darri Pétursson segist í samtali við danska fjölmiðla vera ánægður í herbúðum SönderjyskE og vonast til að framlengja samning sinn við félagið en hann rennur út í sumar.

Arnar Darri hefur þó fengið lítið að spila með félaginu en hann hóf atvinnumannaferilinn með Lyn í Osló þar sem hann spilaði þó nokkuð.

„Það eru næstum tvö ár síðan ég flutti til Danmerkur frá Osló og er ég mjög ánægður hér. Það er enginn vafi á því að ég hef grætt á því að koma hingað," sagði hann.

„Ég hef verið heppinn að því leyti að hafa spilað með öðrum Íslendingum í mínum félögum. Það veitir mér mikla hjálp og nauðsynlegt að hafa einhvern til að tala við á sínu eigin tungumáli."

„Ég hef hugsað mikið um framtíðina og vil ég gjarnan vera áfram í Danmörku og hjá SönderjyskE. Ég hef ekki rætt við félagið en vil vera hér áfram í allavega eitt ár til viðbótar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×