Breska efnahagsbrotadeildin til rannsóknar vegna Kaupþingsmála Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. febrúar 2012 09:38 Dominic Grieve dómsmálaráðherra hefur fyrirskipað rannsóknina. mynd/ afp. Dominic Grieve, dómsmálaráðherra í Bretlandi, hefur fyrirskipað að rannsókn fari fram á starfsháttum bresku efnahagsbrotalögreglunnar, Serious Fraud Office, á viðskiptum Tchenguiz bræðra við Kaupþing. Málið er rakið til mistaka sem gerð voru á rannsókn á viðskiptum Tchenguiz bræðra við Kaupþing. Í frétt Financial Times kemur fram að það verði stofnun sem heiti Crown Prosecution Service Inspectorate sem muni sjá um rannsóknina og muni hún hefjast strax í næsta mánuði. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem stofnunin rannsakar Serious Fraud Office, en sú síðarnefnda er um þessar mundir að rannsaka mörg erfið mál. Financial Times segir jafnframt að Serious Fraud Office hafi orðið fyrir alvarlegu áfalli í desember þegar stofnunin neyddist til að viðurkenna að hafa gert alvarleg mistök við húsleit hjá Vincent Tchenguiz. Stofnunin var að rannsaka viðskipti Vincents og Roberts bróður hans við Kaupþing í aðdraganda bankahrunsins á Íslandi. Báðir bræðurnir kærðu húsleitarheimildir sem SFO og Lundúnarlögreglan fengu vegna rannsóknar málsins. Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Dominic Grieve, dómsmálaráðherra í Bretlandi, hefur fyrirskipað að rannsókn fari fram á starfsháttum bresku efnahagsbrotalögreglunnar, Serious Fraud Office, á viðskiptum Tchenguiz bræðra við Kaupþing. Málið er rakið til mistaka sem gerð voru á rannsókn á viðskiptum Tchenguiz bræðra við Kaupþing. Í frétt Financial Times kemur fram að það verði stofnun sem heiti Crown Prosecution Service Inspectorate sem muni sjá um rannsóknina og muni hún hefjast strax í næsta mánuði. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem stofnunin rannsakar Serious Fraud Office, en sú síðarnefnda er um þessar mundir að rannsaka mörg erfið mál. Financial Times segir jafnframt að Serious Fraud Office hafi orðið fyrir alvarlegu áfalli í desember þegar stofnunin neyddist til að viðurkenna að hafa gert alvarleg mistök við húsleit hjá Vincent Tchenguiz. Stofnunin var að rannsaka viðskipti Vincents og Roberts bróður hans við Kaupþing í aðdraganda bankahrunsins á Íslandi. Báðir bræðurnir kærðu húsleitarheimildir sem SFO og Lundúnarlögreglan fengu vegna rannsóknar málsins.
Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira