Brandarinn um Íra og Íslendinga ekki lengur fyndinn 1. febrúar 2012 16:34 Þegar Írar lentu í fjármálakreppunni sinni fyrir um þremur árum síðan sló einn brandari í gegn: Hver er munurinn á Íslandi og Írlandi? Einn bókstafur og sex mánuðir. Þessi brandari þótti beinlínis sprenghlægilegur en í dag virðist brandarinn hafa snúist við. Allavega greinir Reuters frá því að nú ætli Írar að feta í fótspor Íslands varðandi efnahagsbata sem sagt er að hafi verið merkjanlegur hér á landi í júní á síðasta ári. Alþjóðleg matsfyrirtæki hafa meðal annars hækkað íra um flokk auk þess sem búist er við því að landsframleiðsla Íra muni hækka lítillega frá því á síðasta ári. Það eina sem tefur efnahagsbata Íra er evran. Þá blasa margvísleg vandamál við Írum. Vandræðin eru því fjarri frá því að vera lokið. Nú hafa önnur lönd lent í vandræðum, en Írum hefur þó tekist að halda sig aðgreindum frá þeim. Þannig eiga Grikkir enn í talsverðum efnahagsvandræðum auk Portúgala. Núna er því brandarinn ekki lengur fyndinn á sömu forsendum og fyrir þremur árum síðan. Hann er skyndilega orðinn jákvætt teikn um efnahagslegan bata ríkjanna tveggja. Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Þegar Írar lentu í fjármálakreppunni sinni fyrir um þremur árum síðan sló einn brandari í gegn: Hver er munurinn á Íslandi og Írlandi? Einn bókstafur og sex mánuðir. Þessi brandari þótti beinlínis sprenghlægilegur en í dag virðist brandarinn hafa snúist við. Allavega greinir Reuters frá því að nú ætli Írar að feta í fótspor Íslands varðandi efnahagsbata sem sagt er að hafi verið merkjanlegur hér á landi í júní á síðasta ári. Alþjóðleg matsfyrirtæki hafa meðal annars hækkað íra um flokk auk þess sem búist er við því að landsframleiðsla Íra muni hækka lítillega frá því á síðasta ári. Það eina sem tefur efnahagsbata Íra er evran. Þá blasa margvísleg vandamál við Írum. Vandræðin eru því fjarri frá því að vera lokið. Nú hafa önnur lönd lent í vandræðum, en Írum hefur þó tekist að halda sig aðgreindum frá þeim. Þannig eiga Grikkir enn í talsverðum efnahagsvandræðum auk Portúgala. Núna er því brandarinn ekki lengur fyndinn á sömu forsendum og fyrir þremur árum síðan. Hann er skyndilega orðinn jákvætt teikn um efnahagslegan bata ríkjanna tveggja.
Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira