Lífið

Friðrik Dór frumflytur nýtt lag í FM95BLÖ í dag

Friðrik Dór frumflytur nýtt lag í FM95BLÖ í dag.
Friðrik Dór frumflytur nýtt lag í FM95BLÖ í dag. mynd/GVA
„Þetta er stórt og mikið popplag, og rökrétt framhald af því sem ég var með í gangi á síðustu plötu," segir poppsöngvarinn Friðrik Dór, sem frumflytur nýtt lag í þættinum FM95BLÖ á FM957 í dag. Lagið heitir „Kveikjum nýjan eld".

Hann segir að lagið sé til marks um það hvað hann ásamt strákunum í StopWaitGo, sem vinna lagið með honum, hafi tekið miklum framförum frá því þeir stigu sín fyrstu skref á síðustu plötu, Allt sem þú átt. Friðrik Dór stefnir á að gefa út nýja plötu í sumar.

„Þetta er fyrsta lagið sem kemur út af næstu plötu, sem ég tel að verði betri en sú síðasta. Við erum allir orðnir reynslunni ríkari og það mun koma okkur til góða að þessu sinni, það eru hreinar línur,“ segir hann.

Þátturinn með Audda og félögum hefst klukkan 16 á FM957. Hægt er að hlusta á þáttinn á Útvarpi Vísis, hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×