Á meðan flestar Evrópuþjóðir glíma við skuldir og kreppu hafa Norðmenn sjaldan haft það jafngott í sögu sinni og þessa stundina.
Allar efnahagstölur í Noregi benda í sömu átt, það er blússandi uppgang. Þannig mælist atvinnuleysi í Noregi aðeins 2,8% og hefur minnkað um 12% miðað við sama mánuð í fyrra. Til samanburðar er atvinnuleysið í Evrópusambandinu um 10% að meðaltali.
Verðbólga er hófleg í Noregi og fasteignaverð þar heldur áfram að hækka. Hagvöxtur eykst ár frá ári enda er Noregur þriðja stærsta útflutningsland á olíu sem heimsmarkaðsverð á olíu er hátt og talið er að það haldist hátt í næstu framtíð.
Evrópa í kreppu en Noregur blómstrar
