Sport

Contador sviptur titlinum í Frakklandshjólreiðunum

Spænski hjólreiðamaðurinn Alberto Contador, sem sigraði í Frakklandshjóleiðakeppninni árið 2010, var í dag úrskurðaður í tveggja ára keppnisbann af íþróttadómstóli vegna lyfjanotkunar.
Spænski hjólreiðamaðurinn Alberto Contador, sem sigraði í Frakklandshjóleiðakeppninni árið 2010, var í dag úrskurðaður í tveggja ára keppnisbann af íþróttadómstóli vegna lyfjanotkunar. AP
Spænski hjólreiðamaðurinn Alberto Contador, sem sigraði í Frakklandshjóleiðakeppninni árið 2010, var í dag úrskurðaður í tveggja ára keppnisbann af íþróttadómstóli vegna lyfjanotkunar.

Contantor verður sviptur titlinum sem hann hlaut í Frakklandshjólreiðakeppninni en lyfjapróf gáfu til kynna að hann hefði notað ólöglega efnið clenbuterol.

Spænskir fjölmiðlar greina frá því að Contador verði í keppnisbanni fram í ágúst á þessu ári. Contador hefur byggt málsvörn sína á því að hann hafi fengið þetta efni í líkama sinn með því að borða mengað kjöt.

Contador er einn sigursælasti hjólreiðamaður síðari ára. Hann hefur þrívegis sigrað í Frakklandshjólreiðakeppninni, 2007, 2009 og 2010. Andy Schleck frá Lúxemborg verður því krýndur meistari í Frakklandshjólreiðakeppninni árið 2010.

Contador sigraði á Ítalíuhjólreiðakeppninni í fyrra og er búist við því að sá titill verði tekinn af Contador. Michele Scarponi frá Ítalíu mun fá þann titil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×