Erlent

Breivik segir gjörðir sínar ekki vera refsiverðar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Anders Behring Breivik mætti fyrir rétt í morgun.
Anders Behring Breivik mætti fyrir rétt í morgun. mynd/ afp.
Anders Behring Breivik, fjöldamorðinginn í Útey og Osló, neitar því að gjörðir hans séu refisverðar. Þetta sagði hann þegar að hann mætti fyrir rétt í Osló í dag. Hann var færður í dómhúsið í handjárnum í fylgd tveggja lögreglumanna. Eins og kunnugt er, gengst Breivik við því að hafa orðið 77 manns að bana þann 22. júlí síðastliðinn.

„Ég viðurkenni gjörðir mínar en ég viðurkenni ekki að þær séu refsiverðar. Og ég vil fá að útskýra hvað ég á við með því að þær séu ekki refsiverðar," sagði Breivik og óskaði eftir því að fá að útskýra mál sitt betur.

Elisabeth Gjelsten dómari leyfði honum að útskýra mál sitt og þá sagðist Breivik vera þjóðernissinnaður hermaður. Hann sagðist ekki ætla að lenda í minnihluta í eigin landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×