Umfjöllun og viðtöl: KR - Haukar 72-54 Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 31. janúar 2012 20:39 MYND/ANTON KR gjörsigraði Hauka með 18 stiga mun 72-54 í leik liðanna í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn í þriðja sæti en það var ekki að sjá á leik liðanna. Bæði lið töpuðu leikjum sínum um helgina og virtust bæði ákveðin í að bæta fyrir það því leikurinn fór fjörlega af stað. Jafnræði með liðunum allan fyrsta leikhluta en KR var einu stigi yfir, 20-19, eftir fyrstu 10 mínúturnar. KR hóf annan leikhluta mun betur. Liðið lék öflugan varnarleik auk þess að Haukarstelpum voru mislagðar hendur undir körfunni loksins þegar færin gáfust. KR var komið með tíu stiga forystu 31-21 þegar annar leikhluti var hálfnaður. Haukar skoruðu aðeins átta stig í leikhlutanum og KR var 12 stigum yfir þegar flautað var til hálfleik 39-27. Haukar hittu aðeins úr 20% skota sinna inni í teig í fyrri hálfleik á meðan KR hitti úr yfir helming skota sinna auk þess sem KR tók 28 fráköst gegn 18 í hálfleiknum. Það var því ljóst að margt þyrfti að breytast í hálfleik til að Haukar myndu eiga möguleika gegn einbeittu liði KR. Haukar mættu af krafti til seinni hálfleiks og skoruðu fimm fyrstu stigin auk þess sem liðið var mun ákveðnara í varnarleiknum. Nær komust Haukar þó ekki því KR lék áfram mjög góðan varnarleik sem þvingaði Hauka í skot langt frá körfunni og enn munaði tólf stigum á liðunum þegar aðeins fjórði leikhluti var eftir 55-43. Haukar náðu ekki að narta í forskot KR heldur bætti KR um betur og var 14 stigum yfir þegar fimm mínútur voru til leiksloka 65-51. Haukar gáfust auðveldlega og upp og hefði munurinn á liðunum í lokin hægtlega getað verið mun meiri en 18 stig í leikslok. Jence Ann Rhoads hélt uppi sóknarleik Hauka í fyrri hálfleik með 14 stigum, þar af 11 þeirra í fyrsta leikhluta en KR tókst mjög vel að loka fyrir hana í seinni hálfleik og enginn annar leikmaður Hauka steig upp fyrir hana. Rhoads lauk leik með 18 stig, 11 fráköst og 9 stoðsendingar. Hjá KR skoraði Bryndís Guðmundsdóttir 19 stig og tók hún auk þess 13 fráköst en hún fór sérstaklega mikinn í seinni hálfleik. Erica Prosser skoraði 17 stig líkt og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir. Margrét Kara Sturludóttir skoraði 11 stig og hirti 14 fráköst en KR tók 54 fráköst í leiknum gegn 39 fráköstum Hauka. Sigrún: Kom ekkert annað til greina en að taka á því"Þetta var alls ekki létt," sagði Sigrún Sjöfn Ámundadóttir miðherji KR í leikslok. "Við fengum skell í síðasta leik og það kom ekkert annað til greina en að herða sig aðeins upp og taka á því. Við komum sterkar til leiks. Ef maður mætir soft eftir leik eins og gegn Val þá veit ég hvað maður er að gera í þessu," sagði Sigrún. "Við fórum vel yfir vörnina fyrir leikinn, við þurftum að herða vörnina og standa saman. Við höfum verið að spila sem einstaklingar í vörninni í vetur, nú spiluðum við sem lið. Boltinn gekk líka vel í sókninni, vörnin small saman og við lékum sem lið. Ef einhver missti manninn sinn var næsti maður kominn í hjálpina. Þetta var liðsheildarsigur í kvöld, sem er eitthvað sem hefur vantað hjá okkur í síðustu leikjum." "Valur tók yfir 20 sóknarfráköst gegn okkur í síðasta leik og það var stimplað í hausinn á okkur að fara í fráköstin og berjast. Það skila sér," sagði Sigrún um yfirburði KR í frákastabaráttunni. "Þessi sigur gefur sjálfstraust en við getum ekki verið að fagna þessum sigri fram eftir nóttu, við eigum Keflavík sem er á toppnum í næsta leik og við þurfum að fara strax í að hugsa um þann leik," sagði Sigrún að lokum. Bjarni: Lélegt frá byrjun"Við komum ekki tilbúnar í þennan leik, ég skil ekki af hverju það var. Einbeitingin og baráttan var ekki til staðar eiginlega allan leikinn, Hittnin var léleg. Við klikkum úr 12 eða 13 sniðskotum og það segir mér að þetta hafa við einbeitingarleysi og ekkert annað," sagði Bjarni Magnússon þjálfari Hauka eftir leikinn. "Leikurinn í Keflavík á ekki sitja í okkur. Við spiluðum á nokkuð mörgum mönnum þar og það er engin þreyta í liðinu eftir þann leik. Við töpuðum honum og hefðum því átt að koma tilbúnar í þennan leik. Við fengum engin stig þó við höfum staðið í þeim og þess vegna er ég mjög óánægður með það hvernig við komum inn í þennan leik." "Við héngum í þeim þarna í byrjun en það er samt margt sem ég var óánægur með þá. Ég var mjög óánægður með varnarleikinn í byrjun en þær voru bara ekki að setja auðveld skot ofan í. Frá fyrstu mínútu var varnarleikurinn ekki góður. Við náðum að pikka hann aðeins upp en sóknarleikurinn var slakur í kvöld." "Það var einn leikmaður sem hélt okkur á floti í fyrri hálfleik, aðrir voru ekki með sóknarlega og í seinni hálfleik vorum við ekki nógu grimmar og við þurfum að laga það. Við förum samt ekkert á taugum þó við höfum tapað þessum leik," sagði Bjarni að lokum. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Sjá meira
KR gjörsigraði Hauka með 18 stiga mun 72-54 í leik liðanna í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn í þriðja sæti en það var ekki að sjá á leik liðanna. Bæði lið töpuðu leikjum sínum um helgina og virtust bæði ákveðin í að bæta fyrir það því leikurinn fór fjörlega af stað. Jafnræði með liðunum allan fyrsta leikhluta en KR var einu stigi yfir, 20-19, eftir fyrstu 10 mínúturnar. KR hóf annan leikhluta mun betur. Liðið lék öflugan varnarleik auk þess að Haukarstelpum voru mislagðar hendur undir körfunni loksins þegar færin gáfust. KR var komið með tíu stiga forystu 31-21 þegar annar leikhluti var hálfnaður. Haukar skoruðu aðeins átta stig í leikhlutanum og KR var 12 stigum yfir þegar flautað var til hálfleik 39-27. Haukar hittu aðeins úr 20% skota sinna inni í teig í fyrri hálfleik á meðan KR hitti úr yfir helming skota sinna auk þess sem KR tók 28 fráköst gegn 18 í hálfleiknum. Það var því ljóst að margt þyrfti að breytast í hálfleik til að Haukar myndu eiga möguleika gegn einbeittu liði KR. Haukar mættu af krafti til seinni hálfleiks og skoruðu fimm fyrstu stigin auk þess sem liðið var mun ákveðnara í varnarleiknum. Nær komust Haukar þó ekki því KR lék áfram mjög góðan varnarleik sem þvingaði Hauka í skot langt frá körfunni og enn munaði tólf stigum á liðunum þegar aðeins fjórði leikhluti var eftir 55-43. Haukar náðu ekki að narta í forskot KR heldur bætti KR um betur og var 14 stigum yfir þegar fimm mínútur voru til leiksloka 65-51. Haukar gáfust auðveldlega og upp og hefði munurinn á liðunum í lokin hægtlega getað verið mun meiri en 18 stig í leikslok. Jence Ann Rhoads hélt uppi sóknarleik Hauka í fyrri hálfleik með 14 stigum, þar af 11 þeirra í fyrsta leikhluta en KR tókst mjög vel að loka fyrir hana í seinni hálfleik og enginn annar leikmaður Hauka steig upp fyrir hana. Rhoads lauk leik með 18 stig, 11 fráköst og 9 stoðsendingar. Hjá KR skoraði Bryndís Guðmundsdóttir 19 stig og tók hún auk þess 13 fráköst en hún fór sérstaklega mikinn í seinni hálfleik. Erica Prosser skoraði 17 stig líkt og Sigrún Sjöfn Ámundadóttir. Margrét Kara Sturludóttir skoraði 11 stig og hirti 14 fráköst en KR tók 54 fráköst í leiknum gegn 39 fráköstum Hauka. Sigrún: Kom ekkert annað til greina en að taka á því"Þetta var alls ekki létt," sagði Sigrún Sjöfn Ámundadóttir miðherji KR í leikslok. "Við fengum skell í síðasta leik og það kom ekkert annað til greina en að herða sig aðeins upp og taka á því. Við komum sterkar til leiks. Ef maður mætir soft eftir leik eins og gegn Val þá veit ég hvað maður er að gera í þessu," sagði Sigrún. "Við fórum vel yfir vörnina fyrir leikinn, við þurftum að herða vörnina og standa saman. Við höfum verið að spila sem einstaklingar í vörninni í vetur, nú spiluðum við sem lið. Boltinn gekk líka vel í sókninni, vörnin small saman og við lékum sem lið. Ef einhver missti manninn sinn var næsti maður kominn í hjálpina. Þetta var liðsheildarsigur í kvöld, sem er eitthvað sem hefur vantað hjá okkur í síðustu leikjum." "Valur tók yfir 20 sóknarfráköst gegn okkur í síðasta leik og það var stimplað í hausinn á okkur að fara í fráköstin og berjast. Það skila sér," sagði Sigrún um yfirburði KR í frákastabaráttunni. "Þessi sigur gefur sjálfstraust en við getum ekki verið að fagna þessum sigri fram eftir nóttu, við eigum Keflavík sem er á toppnum í næsta leik og við þurfum að fara strax í að hugsa um þann leik," sagði Sigrún að lokum. Bjarni: Lélegt frá byrjun"Við komum ekki tilbúnar í þennan leik, ég skil ekki af hverju það var. Einbeitingin og baráttan var ekki til staðar eiginlega allan leikinn, Hittnin var léleg. Við klikkum úr 12 eða 13 sniðskotum og það segir mér að þetta hafa við einbeitingarleysi og ekkert annað," sagði Bjarni Magnússon þjálfari Hauka eftir leikinn. "Leikurinn í Keflavík á ekki sitja í okkur. Við spiluðum á nokkuð mörgum mönnum þar og það er engin þreyta í liðinu eftir þann leik. Við töpuðum honum og hefðum því átt að koma tilbúnar í þennan leik. Við fengum engin stig þó við höfum staðið í þeim og þess vegna er ég mjög óánægður með það hvernig við komum inn í þennan leik." "Við héngum í þeim þarna í byrjun en það er samt margt sem ég var óánægur með þá. Ég var mjög óánægður með varnarleikinn í byrjun en þær voru bara ekki að setja auðveld skot ofan í. Frá fyrstu mínútu var varnarleikurinn ekki góður. Við náðum að pikka hann aðeins upp en sóknarleikurinn var slakur í kvöld." "Það var einn leikmaður sem hélt okkur á floti í fyrri hálfleik, aðrir voru ekki með sóknarlega og í seinni hálfleik vorum við ekki nógu grimmar og við þurfum að laga það. Við förum samt ekkert á taugum þó við höfum tapað þessum leik," sagði Bjarni að lokum.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn