Sport

Annie Mist, Ásdís og Helga Margrét keppa á Reykjavíkurleikunum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Annie Mist Þórisdóttir.
Annie Mist Þórisdóttir. Mynd/Stefán
Í gær hófst keppni á Reykjavík International Games en um 2400 keppendur frá 20 löndum taka þátt í mótinu sem fer fram nú um helgina.

Alls koma um 400 erlendir gestir en íslenskir þátttakendur eru því tvö þúsund talsins. Keppt er í sextán íþróttagreinum og hafa þrjár bæst í hópinn frá því á leikunum í fyrra.

Keppni fer fyrst og fremst fram í Laugardalnum og nágrenni hans en hér má sjá bæði upplýsingar um keppnisdagskrána.

Margt af okkar besta íþróttafólki tekur þátt í leiknum en meðal þeirra má nefna Annie Mist Þórisdóttir sem keppir í ólympískum lyftingum, Helgu Margréti Þorsteinsdóttur og Ásdísi Hjálmsdóttur frjálsíþróttakonur, Karen Axelsdóttur þríþruatarkappa og sundmanninn Jakob Jóhann Sveinsson.

Einnig verða á meðal þátttaka margt af efnilegasta íþróttafólki Norðurlandanna en fyrst og fremst gríðarlegur fjöldi íslenskra ungmenna sem á framtíðina fyrir sér í sínum íþróttum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×