Viðskipti erlent

Statoil styrkir sig við Grænland

Norska olíufélagið Statoil vinnur nú að því að styrkja sig við Grænlandsstrendur þar sem líklegt þykir að miklar olíulindir sé að finna.
Norska olíufélagið Statoil vinnur nú að því að styrkja sig við Grænlandsstrendur þar sem líklegt þykir að miklar olíulindir sé að finna.
Norski olíurisinn Statoil, þar sem norska ríkið fer með tæplega 70% hlutafjár, hefur keypt 30% hlut í félagi sem hefur leyfi til olíurannsókna við Grænlandsstrendur af Cairn Energy. Frá þessu greint á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC í dag.

Ástæðan fyrir þessu er sögð sú, að Cairn vill vinna að rannsóknum á svæðinu í samvinnu við fyrirtæki sem hefur sérþekkingu á olíurannsóknum á Norðurslóðum. Ekkert félag hefur meiri reynslu eða þekkingu á þessum hlutum en Statoil.

Kostnaður Cairn Energy vegna rannsókna á árinu 2011 var töluvert meiri en gert var ráð fyrir fyrir, en heildarkostnaður fór yfir 400 milljónir punda, eða sem nemur tæplega 77 milljörðum króna.

Simon Thomson, forstjóri Cairn, segir í viðtali við BBC að reynsla Statoil auki líkurnar á því að starfsemin við Grænlandi skili hagnaði í framtíðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×