Viðskipti erlent

Stýrivextir í Indlandi 8,5 prósent

Það eru víða erfiðar aðstæður í Indlandi eins og sést á þessari mynd.
Það eru víða erfiðar aðstæður í Indlandi eins og sést á þessari mynd.
Seðlabanki Indlands heldur áfram að berjast við töluverða verðbólgu í landinu, sem mælist nú 7,47 prósent samkvæmt fréttum breska ríkisútvarpsins BBC. Stýrivöxtum var í dag haldið í 8,5 samkvæmt ákvörðun seðlabankans.

Hagvaxtarspá bankans var hins vegar endurskoðuð og er því nú spáð að hagvöxtur á árinu 2012 verði sjö prósent en ekki 7,6 prósent eins og fyrri spá gerði ráð fyrir.

Seðlabankinn hefur barist við verðbólgu og þenslu með vaxtatækjum sínum. Frá því í mars 2010 hefur stjórn seðlabankans þrettán sínum hækkað vexti, samhliða miklum verðhækkunum sem rekja má til almennra hækkana á hrávöru ýmis konar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×