Viðskipti erlent

Fyrsti viðskipahalli í Japan í 30 ár

Stjórnvöld í Japan hafa tilkynnt að verulegur halli varð á viðskiptajöfnuði landsins í fyrra og er það í fyrsta sinn í 30 ár sem halli er á jöfnuðinum.

Hallinn nemur 20 milljörðum dollara eða tæplega 2.500 milljörðum króna. Fram kemur að innflutningur jókst um 12% en útflutningur dróst saman um tæp 3%.

Samdrátturinn í útflutningum er einkum tilkominn vegna kjarnorkuslyssins í Fukushima og flóðbylgjunnar í kjölfar hans í mars og afleiðingum þeirra náttúruhamfara. Miklar skemmdir urðu á verksmiðjum m.a. hjá Toyota og Sony.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×