Viðskipti erlent

Hlutabréf hækkuðu og lækkuðu

Wall Street.
Wall Street.
Yfirlýsing Seðlabanka Bandaríkjanna frá því í gær, þess efnis að bankinn ætlaði að halda vöxtum niðri fram til ársins 2014, hafði þau áhrif á mörkuðum í Evrópu í dag að þeir sýndu grænar hækkunartölur víðast hvar, að því er fram kemur á vefsíðu The New York Times. Stýrivextir í Bandaríkjunum eru nú á bilinu 0 til 0,25 prósent.

Í Bandaríkjunum var þessu öfugt farið. Þar lækkaði Nasdaq vísitalan um 0,46 prósent. Í Evrópu hækkaði FTSE 100, samræmd hlutabréfavísitala, um 1,27 prósent.

Vonir standa til þess að Seðlabanki Evrópu og Bandaríkjanna muni á næstunni tilkynna um víðtækt samstarf til þess að styðja við hagvöxt, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, er einn þeirra sem talað hefur fyrir nauðsyn samstarfs af því tagi, að því er segir á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×