Viðskipti erlent

Helmingur Spánverja á aldrinum 16 til 24 ára án vinnu

Það er helst spænska landsliðið í knattspyrnu sem hefur ástæðu til fagna, en það er ríkjandi Evrópu- og heimsmeistari. Staða efnahagsmála á Spáni er skelfileg í augnablikinu, eins og atvinnuleysistölurnar bera með sér.
Það er helst spænska landsliðið í knattspyrnu sem hefur ástæðu til fagna, en það er ríkjandi Evrópu- og heimsmeistari. Staða efnahagsmála á Spáni er skelfileg í augnablikinu, eins og atvinnuleysistölurnar bera með sér.
Atvinnuleysi á Spáni mælist nú með allra mesta móti. Samkvæmt mælingum sem kynntar voru í morgun, og vitnað er til á vefsíðu er atvinnuleysi á Spáni nú 22,85 prósent, sem jafngildir því að 5,3 milljónir manna séu án vinnu.

Í aldurshópnum 16 til 24 ára hefur atvinnuleysið aukist hröðum skröfum undanfarna mánuði. Núna er svo komið að 51,4 prósent fólks á þeim aldri er án vinnu.

Meðaltalsatvinnuleysi á meðal evruríkja mælist nú 10,3 prósent.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×