Millibankamarkaðir enn frostnir 28. janúar 2012 01:06 Mario Draghi, bankastjóri evrópska seðlabankans. Mario Draghi, bankastjóri evrópska seðlabankans, segir að enn sé langt þangað til fjármagnsmarkaðir í Evrópu komist í það sem talist geti eðlilegt ástand. Víða sé enn „frost" á mörkuðum, þ.e. að bankar séu ekki að lána öðrum bönkum. Þetta kom fram í erindi sem Draghi hélt á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) í Davos í Sviss. Draghi sagði að þrátt fyrir mestu lánveitingar til banka sem evrópski seðlabankinn hefur nokkru sinni ráðist í þá hafa markaðsaðstæður ekki breyst mikið. Vitnaði Draghi til þess að í desember sl. lánaði bankinn fjármálastofnunum um alla Evrópu 489 milljarða evra til þess að koma í veg fyrir að alvarlegar aðstæður sköpuðust á markaði og til þess að liðka fyrir lánveitingum til skuldugra þjóðríkja. Draghi sagði enn fremur að seðlabanki Evrópu hefði komið í veg fyrir gríðarleg vandamál með lánveitingum sínum. En það væru ekki öll kurl komin til grafar enn. Mikilvægt væri að standa skipulega að nauðsynlegum breytingum sem markaðsaðilar tryðu á, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Mario Draghi, bankastjóri evrópska seðlabankans, segir að enn sé langt þangað til fjármagnsmarkaðir í Evrópu komist í það sem talist geti eðlilegt ástand. Víða sé enn „frost" á mörkuðum, þ.e. að bankar séu ekki að lána öðrum bönkum. Þetta kom fram í erindi sem Draghi hélt á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) í Davos í Sviss. Draghi sagði að þrátt fyrir mestu lánveitingar til banka sem evrópski seðlabankinn hefur nokkru sinni ráðist í þá hafa markaðsaðstæður ekki breyst mikið. Vitnaði Draghi til þess að í desember sl. lánaði bankinn fjármálastofnunum um alla Evrópu 489 milljarða evra til þess að koma í veg fyrir að alvarlegar aðstæður sköpuðust á markaði og til þess að liðka fyrir lánveitingum til skuldugra þjóðríkja. Draghi sagði enn fremur að seðlabanki Evrópu hefði komið í veg fyrir gríðarleg vandamál með lánveitingum sínum. En það væru ekki öll kurl komin til grafar enn. Mikilvægt væri að standa skipulega að nauðsynlegum breytingum sem markaðsaðilar tryðu á, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira