Viðskipti erlent

Pálmasynir stefna á IKEA verslanir í Eistlandi og Lettlandi

Bræðurnir Sigurður og Jón Pálmasynir, oft kenndir við Hagkaup, ætla sér að koma á fót IKEA verslunum í bæði Eistlandi og Lettlandi. Áður höfðu þeir bræður tilkynnt um byggingu IKEA verslunnar í Litháen.

Fjallað er um málið á vefsíðunni balticbusinessnews. Þar er haft eftir talsmanni þeirra bræðra að um leið og IKEA verslunin í Litháen er komin í gagnið muni bræðurnir beina sjónum sínum að Eistlandi og Lettlandi.

Bræðurnir hafa keypt 15 hektara lóð við flugvöllinn í Vilnius en þar á að opna nýja IKEA verslun þeirra í Litháen árið 2013. Fjárfesting þessi nemur um 100 milljónum evra eða tæplega 16 milljörðum króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×