Líklegt að Hofsá hafi verið ofsetinn af seiðum Karl Lúðvíksson skrifar 10. janúar 2012 11:08 Í skýrslu Þórólfs Antonssonar fiskifræðings á Veiðimálastofnun kemur fram að ástæðan fyrir minnkandi veiði í Hofsá í Vopnafirði gæti verið sú að áin var ofsetin laxaseiðum. Umrædd skýrsla ber titilinn "Orsakir mismunandi veiði í Vopnfirskum ám síðustu árin". Þar er leitað ástæðna fyrir því hve mismiklar aflatölur hafa verið úr laxveiðiánum í Vopnafirði síðustu ár, en fram að því hafa sveiflur í laxveiði í Vopnafirði komið álíka fram í Hofsá, Selá og Vesturdalsá. Í skýrslunni kemur fram að líklegt er að í bestu laxveiðiárum sé óþarfi að hvetja til þess að háu hlutfalli af laxi sé sleppt. Jafnframt er bent á að nauðsynlegt er að auka sleppihlutfall þegar laxveiði er lakari, þar sem laxveiðin endurspeglar laxgengdina og þar með hve mikið verður eftir í lok veiðitíma. Skýrslu Þórólfs má lesa með því að smella hér. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið 11 og 12 punda laxar í opnun Hvannadalsár Veiði Flottir urriðar úr Kleifarvatni Veiði Flottur lax úr Svartá Veiði Fyrstu laxarnir sjást í Langá Veiði Tungsten púpur er málið í köldu vatni Veiði 104 sm sá stærsti í sumar Veiði Búið að fella færri hreindýr en á sama tíma í fyrra Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði 26 á land á fyrsta degi í Leirá Veiði Veiðisvæði Skálholts komin í sölu Veiði
Í skýrslu Þórólfs Antonssonar fiskifræðings á Veiðimálastofnun kemur fram að ástæðan fyrir minnkandi veiði í Hofsá í Vopnafirði gæti verið sú að áin var ofsetin laxaseiðum. Umrædd skýrsla ber titilinn "Orsakir mismunandi veiði í Vopnfirskum ám síðustu árin". Þar er leitað ástæðna fyrir því hve mismiklar aflatölur hafa verið úr laxveiðiánum í Vopnafirði síðustu ár, en fram að því hafa sveiflur í laxveiði í Vopnafirði komið álíka fram í Hofsá, Selá og Vesturdalsá. Í skýrslunni kemur fram að líklegt er að í bestu laxveiðiárum sé óþarfi að hvetja til þess að háu hlutfalli af laxi sé sleppt. Jafnframt er bent á að nauðsynlegt er að auka sleppihlutfall þegar laxveiði er lakari, þar sem laxveiðin endurspeglar laxgengdina og þar með hve mikið verður eftir í lok veiðitíma. Skýrslu Þórólfs má lesa með því að smella hér. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið 11 og 12 punda laxar í opnun Hvannadalsár Veiði Flottir urriðar úr Kleifarvatni Veiði Flottur lax úr Svartá Veiði Fyrstu laxarnir sjást í Langá Veiði Tungsten púpur er málið í köldu vatni Veiði 104 sm sá stærsti í sumar Veiði Búið að fella færri hreindýr en á sama tíma í fyrra Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði 26 á land á fyrsta degi í Leirá Veiði Veiðisvæði Skálholts komin í sölu Veiði