Líklegt að Hofsá hafi verið ofsetinn af seiðum Karl Lúðvíksson skrifar 10. janúar 2012 11:08 Í skýrslu Þórólfs Antonssonar fiskifræðings á Veiðimálastofnun kemur fram að ástæðan fyrir minnkandi veiði í Hofsá í Vopnafirði gæti verið sú að áin var ofsetin laxaseiðum. Umrædd skýrsla ber titilinn "Orsakir mismunandi veiði í Vopnfirskum ám síðustu árin". Þar er leitað ástæðna fyrir því hve mismiklar aflatölur hafa verið úr laxveiðiánum í Vopnafirði síðustu ár, en fram að því hafa sveiflur í laxveiði í Vopnafirði komið álíka fram í Hofsá, Selá og Vesturdalsá. Í skýrslunni kemur fram að líklegt er að í bestu laxveiðiárum sé óþarfi að hvetja til þess að háu hlutfalli af laxi sé sleppt. Jafnframt er bent á að nauðsynlegt er að auka sleppihlutfall þegar laxveiði er lakari, þar sem laxveiðin endurspeglar laxgengdina og þar með hve mikið verður eftir í lok veiðitíma. Skýrslu Þórólfs má lesa með því að smella hér. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Flottur lax úr Svartá Veiði Fyrstu veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga Veiði Um 40 laxar komnir úr Korpu Veiði Leirvogsá er komin í gang Veiði Öll veiðisvæði SVAK komin á vefinn Veiði Langá opnaði í morgun með tveimur löxum Veiði Íslensku hrosshárin slógu í gegn Veiði Laxinn mættur í Lýsuna Veiði 11 og 12 punda laxar í opnun Hvannadalsár Veiði Fyrstu laxarnir komnir á land Veiði
Í skýrslu Þórólfs Antonssonar fiskifræðings á Veiðimálastofnun kemur fram að ástæðan fyrir minnkandi veiði í Hofsá í Vopnafirði gæti verið sú að áin var ofsetin laxaseiðum. Umrædd skýrsla ber titilinn "Orsakir mismunandi veiði í Vopnfirskum ám síðustu árin". Þar er leitað ástæðna fyrir því hve mismiklar aflatölur hafa verið úr laxveiðiánum í Vopnafirði síðustu ár, en fram að því hafa sveiflur í laxveiði í Vopnafirði komið álíka fram í Hofsá, Selá og Vesturdalsá. Í skýrslunni kemur fram að líklegt er að í bestu laxveiðiárum sé óþarfi að hvetja til þess að háu hlutfalli af laxi sé sleppt. Jafnframt er bent á að nauðsynlegt er að auka sleppihlutfall þegar laxveiði er lakari, þar sem laxveiðin endurspeglar laxgengdina og þar með hve mikið verður eftir í lok veiðitíma. Skýrslu Þórólfs má lesa með því að smella hér. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Flottur lax úr Svartá Veiði Fyrstu veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga Veiði Um 40 laxar komnir úr Korpu Veiði Leirvogsá er komin í gang Veiði Öll veiðisvæði SVAK komin á vefinn Veiði Langá opnaði í morgun með tveimur löxum Veiði Íslensku hrosshárin slógu í gegn Veiði Laxinn mættur í Lýsuna Veiði 11 og 12 punda laxar í opnun Hvannadalsár Veiði Fyrstu laxarnir komnir á land Veiði