Ingi Þór kann öll nöfnin á nýjustu leikmönnum KR 11. janúar 2012 12:15 Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells og Hrafn Kristjánsson þjálfari bikarmeistaraliðs KR eru góðir vinir en fermingabræðurnir úr vesturbæ Reykjavíkur leggja alla vináttu á hilluna þegar liðin mætast í 8-liða úrslitum Powerade bikarkeppninnar í körfuknattleik. KR fær lið Snæfells í heimsókn en Ingi Þór hafði óskað eftir því að fá heimaleik í þessari umferð – eins og allir aðrir þjálfarar. Átta liða úrslit Powerade-bikars karla KFÍ – Hamar Fjölnir – Keflavík Tindastóll – Njarðvík KR – Snæfell „Við erum búnir að fá útileik gegn úrvalsdeildarliði allar þrjár umferðirnar en það eru vonbrigði að fá ekki heimaleik. Við erum í ágætis æfingu og ætlum að halda áfram að vinna úrvalsdeildarlið á útivelli," sagði Ingi Þór. Hrafn segir að það verði gríðarlega erfitt verkefni fyrir KR að mæta Snæfellsliðinu en KR-ingar mæta til leiks á nýju ári með þrjá nýja erlenda leikmenn. „Þetta verður í annað sinn sem við mætum liði í bikarkeppninni , sem hefur niðurlægt okkur í deildinni," sagði Hrafn en hann er með nöfnin á nýju leikmönnum KR alveg á hreinu. „Það er nánast eins og þeir séu allir búnir að vera hérna á Íslandi frá því ég fermdist," sagði Hrafn og brosti. „Þeir eru nánast allir íslenskir og komnir með KR hjartað." Ingi Þór hefur einnig lagt það á sig að læra nöfnin á nýju leikmönnunum í KR. „Já það er Massey Ferguson, Brúni og Serbinn. Það eru bara fimm leikmenn inni á vellinum og þeir sem verða með hjartaða á réttum stað vinna leikinn." Þjálfararnir eru báðir með ákveðna styrkleika sem leikmenn þrátt fyrir að það sé langt síðan þeir lögðu skóna formlega á hilluna. Þeir hafa ekki mæst í formlegum einn á einn leik og það væri fróðlegt að sjá eina slíka viðureign. „Það er ósanngjarnt að setja þetta upp sem einn á einn. Hrafn var „byssa" en ég er orðinn „byssa". Hrafn er ekki með líkamlegan styrk í mig, það er bara þannig," sagði Ingi Þór. Hrafn segir að það sé óþarfi að tvítryggja leik KR og Snæfells á Lengjunni. „Bara að setja merkið 1 á þann leik". Ingi Þór er á annarri skoðun „Það væri gott að tvítryggja, X2". Íslenski körfuboltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Sjá meira
Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells og Hrafn Kristjánsson þjálfari bikarmeistaraliðs KR eru góðir vinir en fermingabræðurnir úr vesturbæ Reykjavíkur leggja alla vináttu á hilluna þegar liðin mætast í 8-liða úrslitum Powerade bikarkeppninnar í körfuknattleik. KR fær lið Snæfells í heimsókn en Ingi Þór hafði óskað eftir því að fá heimaleik í þessari umferð – eins og allir aðrir þjálfarar. Átta liða úrslit Powerade-bikars karla KFÍ – Hamar Fjölnir – Keflavík Tindastóll – Njarðvík KR – Snæfell „Við erum búnir að fá útileik gegn úrvalsdeildarliði allar þrjár umferðirnar en það eru vonbrigði að fá ekki heimaleik. Við erum í ágætis æfingu og ætlum að halda áfram að vinna úrvalsdeildarlið á útivelli," sagði Ingi Þór. Hrafn segir að það verði gríðarlega erfitt verkefni fyrir KR að mæta Snæfellsliðinu en KR-ingar mæta til leiks á nýju ári með þrjá nýja erlenda leikmenn. „Þetta verður í annað sinn sem við mætum liði í bikarkeppninni , sem hefur niðurlægt okkur í deildinni," sagði Hrafn en hann er með nöfnin á nýju leikmönnum KR alveg á hreinu. „Það er nánast eins og þeir séu allir búnir að vera hérna á Íslandi frá því ég fermdist," sagði Hrafn og brosti. „Þeir eru nánast allir íslenskir og komnir með KR hjartað." Ingi Þór hefur einnig lagt það á sig að læra nöfnin á nýju leikmönnunum í KR. „Já það er Massey Ferguson, Brúni og Serbinn. Það eru bara fimm leikmenn inni á vellinum og þeir sem verða með hjartaða á réttum stað vinna leikinn." Þjálfararnir eru báðir með ákveðna styrkleika sem leikmenn þrátt fyrir að það sé langt síðan þeir lögðu skóna formlega á hilluna. Þeir hafa ekki mæst í formlegum einn á einn leik og það væri fróðlegt að sjá eina slíka viðureign. „Það er ósanngjarnt að setja þetta upp sem einn á einn. Hrafn var „byssa" en ég er orðinn „byssa". Hrafn er ekki með líkamlegan styrk í mig, það er bara þannig," sagði Ingi Þór. Hrafn segir að það sé óþarfi að tvítryggja leik KR og Snæfells á Lengjunni. „Bara að setja merkið 1 á þann leik". Ingi Þór er á annarri skoðun „Það væri gott að tvítryggja, X2".
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Sjá meira