Um 0,25% samdráttur varð á landsframleiðslu í Þýskalandi á fjórða ársfjórðungi síðasta árs, samkvæmt opinberum tölum þar í landi. um 3% hagvöxtur varð í landinu þegar horft er á árið í heild, en hagvöxturinn mun hafa verið mestur fyrri hluta ársins. Tölur Hagstofunnar í Þýskalandi benda til þess að ástæður hagvaxtarins megi að mestu leyti rekja til innanlandseftirspurnar.
Samdráttur í Þýskalandi
