Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan-Grindavík 67-75 12. janúar 2012 20:41 Grindvíkingar hristu af sér bikartapið gegn KR í Garðabænum í kvöld. Þeir unnu þá öruggan sigur á Stjörnunni, 67-75, en Stjörnumenn eru ekki að leika vel þessa dagana. Það voru gestirnir úr Grindavík sem byrjuðu leikinn betur með Giordan Watson í toppformi. Með Watson í broddi fylkingar tóku gestirnir strax öll völd á vellinum. Um miðjan fyrsta leikhluta var staðan 8-12 og þegar tvær mínútur voru eftir af leikhlutanum var munurinn orðinn tólf stig, 12-24. Þá var Teiti Örlygssyni, þjálfara Stjörnunnar, nóg boðið og hann tók leikhlé. Watson var þá búinn að skora 14 af 24 stigum Grindjána. Það fór allt niður hjá honum. Stjörnumenn náðu lítið að rétta úr kútnum þessar tveir mínútur því Grindavík leiddi með ellefu stigum eftir hann, 20-31. Heimamenn mættu aðeins betur stemmdir inn í annan fjórðunginn, miklu grimmari undir körfunni og fóru aðeins að saxa á forskotið. Eftir fimm mínútur var munurinn aðeins orðinn þrjú stig, 30-33. Stjörnumenn náðu að slökkva á Watson sem skoraði ekki í öðrum leikhlutanum og munurinn aðeins sjö stig í hálfleik, 35-42. Gestirnir tóku aftur völdin í þriðja leikhluta og bilið milli liðanna breikkaði með hverjum leikhluta. Þegar leikhlutinn var allur var munurinn sautján stig, 43-60, og Grindjánar í skrambi góðum málum. Stjörnumenn heillum horfnir á báðum endum vallarins og skoruðu aðeins átta stig sem er átakanlega lélegt. Munurinn fór yfir 20 stig í lokaleikhlutanum en svo ákváðu Grindvíkingar að hætta að spila. Baráttuglaðir Stjörnumenn gerðu sitt besta til þess að komast inn í leikinn á ný. Minnkuðu muninn í 8 stig en nær komust heimamenn ekki.Ómar: Gerum ekki annað en að fara yfir svæðisvörn "Þó svo þetta hafi endað með öruggum sigri var þetta barningur allan tímann," sagði baráttujaxlinn Ómar Sævarsson, leikmaður Grindavíkur. "Við erum ekki sama Grindavíkurlið og fyrir tveimur árum. Við erum ekki að skora mikið úr þriggja stiga skotum þó svo við séum að skjóta mikið. Við erum að spila vörn og þannig vinnum við." Ómar hló við þegar minnst var á svæðisvörnina sem endalaust er verið að stríða Grindvíkingum á. "Það gefur augaleið að við gerum ekki annað en að fara yfir svæðisvörn. Við vorum ekki með nein leikkerfi gegn svæðisvörn í upphafi vetrar. Þá héldum við að það væri nóg að skjóta þriggja stiga skotum og vinna eins og vanalega. "Svo föttuðum við allt í einu að það er enginn Palli, enginn Gulli, enginn Helgi Jónas. Hver á eiginlega að skjóta þessum skotum? Ekki ég í það minnsta. Þetta er allt að koma hjá okkur svo eigum við Palla inni," sagði Ómar.Teitur: Þetta var skelfilegt hjá okkur "Við náðum aldrei neinu flæði í okkar leik og vorum bara lélegir. Þetta var framhald af þesu drasli sem var hjá okkur síðasta sunnudag," sagði ósáttur þjálfari Stjörnunnar, Teitur Örlygsson. "Það er engin krísa samt hjá okkur. Við vorum auðvitað að taka nýjan mann inn í kvöld. Hann var svo að taka léleg skot eins og hinir í kvöld. "Þetta var bara skelfilegt hjá okkur og við verðum að læra af þessum leik"Stjarnan-Grindavík 67-75 (20-31, 15-11, 8-18, 24-15) Stjarnan: Justin Shouse 15/5 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 14/7 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 12/8 fráköst, Keith Cothran 11/5 fráköst/5 stolnir, Sigurjón Örn Lárusson 10/8 fráköst, Fannar Freyr Helgason 4, Guðjón Lárusson 1, Sigurbjörn Ottó Björnsson 0, Aron Kárason 0, Dagur Kár Jónsson 0, Christopher Sófus Cannon 0, Magnús Bjarki Guðmundsson 0. Grindavík: Giordan Watson 19/11 fráköst/11 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 15, J'Nathan Bullock 14/11 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 12/5 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 7/6 fráköst/3 varin skot, Þorleifur Ólafsson 6, Ólafur Ólafsson 2, Þorsteinn Finnbogason 0, Jón Axel Guðmundsson 0, Hinrik Guðbjartsson 0, Björn Steinar Brynjólfsson 0, Ármann Vilbergsson 0. Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Rögnvaldur Hreiðarsson Dominos-deild karla Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira
Grindvíkingar hristu af sér bikartapið gegn KR í Garðabænum í kvöld. Þeir unnu þá öruggan sigur á Stjörnunni, 67-75, en Stjörnumenn eru ekki að leika vel þessa dagana. Það voru gestirnir úr Grindavík sem byrjuðu leikinn betur með Giordan Watson í toppformi. Með Watson í broddi fylkingar tóku gestirnir strax öll völd á vellinum. Um miðjan fyrsta leikhluta var staðan 8-12 og þegar tvær mínútur voru eftir af leikhlutanum var munurinn orðinn tólf stig, 12-24. Þá var Teiti Örlygssyni, þjálfara Stjörnunnar, nóg boðið og hann tók leikhlé. Watson var þá búinn að skora 14 af 24 stigum Grindjána. Það fór allt niður hjá honum. Stjörnumenn náðu lítið að rétta úr kútnum þessar tveir mínútur því Grindavík leiddi með ellefu stigum eftir hann, 20-31. Heimamenn mættu aðeins betur stemmdir inn í annan fjórðunginn, miklu grimmari undir körfunni og fóru aðeins að saxa á forskotið. Eftir fimm mínútur var munurinn aðeins orðinn þrjú stig, 30-33. Stjörnumenn náðu að slökkva á Watson sem skoraði ekki í öðrum leikhlutanum og munurinn aðeins sjö stig í hálfleik, 35-42. Gestirnir tóku aftur völdin í þriðja leikhluta og bilið milli liðanna breikkaði með hverjum leikhluta. Þegar leikhlutinn var allur var munurinn sautján stig, 43-60, og Grindjánar í skrambi góðum málum. Stjörnumenn heillum horfnir á báðum endum vallarins og skoruðu aðeins átta stig sem er átakanlega lélegt. Munurinn fór yfir 20 stig í lokaleikhlutanum en svo ákváðu Grindvíkingar að hætta að spila. Baráttuglaðir Stjörnumenn gerðu sitt besta til þess að komast inn í leikinn á ný. Minnkuðu muninn í 8 stig en nær komust heimamenn ekki.Ómar: Gerum ekki annað en að fara yfir svæðisvörn "Þó svo þetta hafi endað með öruggum sigri var þetta barningur allan tímann," sagði baráttujaxlinn Ómar Sævarsson, leikmaður Grindavíkur. "Við erum ekki sama Grindavíkurlið og fyrir tveimur árum. Við erum ekki að skora mikið úr þriggja stiga skotum þó svo við séum að skjóta mikið. Við erum að spila vörn og þannig vinnum við." Ómar hló við þegar minnst var á svæðisvörnina sem endalaust er verið að stríða Grindvíkingum á. "Það gefur augaleið að við gerum ekki annað en að fara yfir svæðisvörn. Við vorum ekki með nein leikkerfi gegn svæðisvörn í upphafi vetrar. Þá héldum við að það væri nóg að skjóta þriggja stiga skotum og vinna eins og vanalega. "Svo föttuðum við allt í einu að það er enginn Palli, enginn Gulli, enginn Helgi Jónas. Hver á eiginlega að skjóta þessum skotum? Ekki ég í það minnsta. Þetta er allt að koma hjá okkur svo eigum við Palla inni," sagði Ómar.Teitur: Þetta var skelfilegt hjá okkur "Við náðum aldrei neinu flæði í okkar leik og vorum bara lélegir. Þetta var framhald af þesu drasli sem var hjá okkur síðasta sunnudag," sagði ósáttur þjálfari Stjörnunnar, Teitur Örlygsson. "Það er engin krísa samt hjá okkur. Við vorum auðvitað að taka nýjan mann inn í kvöld. Hann var svo að taka léleg skot eins og hinir í kvöld. "Þetta var bara skelfilegt hjá okkur og við verðum að læra af þessum leik"Stjarnan-Grindavík 67-75 (20-31, 15-11, 8-18, 24-15) Stjarnan: Justin Shouse 15/5 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 14/7 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 12/8 fráköst, Keith Cothran 11/5 fráköst/5 stolnir, Sigurjón Örn Lárusson 10/8 fráköst, Fannar Freyr Helgason 4, Guðjón Lárusson 1, Sigurbjörn Ottó Björnsson 0, Aron Kárason 0, Dagur Kár Jónsson 0, Christopher Sófus Cannon 0, Magnús Bjarki Guðmundsson 0. Grindavík: Giordan Watson 19/11 fráköst/11 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 15, J'Nathan Bullock 14/11 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 12/5 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 7/6 fráköst/3 varin skot, Þorleifur Ólafsson 6, Ólafur Ólafsson 2, Þorsteinn Finnbogason 0, Jón Axel Guðmundsson 0, Hinrik Guðbjartsson 0, Björn Steinar Brynjólfsson 0, Ármann Vilbergsson 0. Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Rögnvaldur Hreiðarsson
Dominos-deild karla Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira