Erlent

Dómari vill nýtt sakhæfismat fyrir Breivik

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Dómstóll í Noregi hefur ákveðið að láta fara fram nýtt sakhæfismat á fjöldamorðingjanum Anders Behring Breivik. Samkvæmt mati sem áður hafði verið gert er hann ósakhæfur. Wenche Elizabeth Arntzen dómari segir að sökum þess hve matið hefur verið gagnrýnt mikið sé nauðsynlegt að láta meta hann að nýju. Hefði dómarinn stuðst við hið upphaflega mat þá hefði Breivik verið vistaður á réttargeðdeild en ekki í fangelsi eftir að dómur verður upp kveðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×