Viðskipti erlent

Facebook-forrit birtir upplýsingar að handan

Forritið er kallað "If I Die.
Forritið er kallað "If I Die. mynf/ifidie.net
Nýtt Facebook-forrit gefur notendum sínum færi á að koma hinstu skilaboðum sínum á framfæri. Forritið birtir rituð skilaboð eða myndbandsupptöku eftir að viðkomandi fellur frá.

Forritið er þróað af ísraelsku tæknifyrirtæki og er kallað „If I Die." Framleiðendur þess segja að notendur Facebook geti notað forritið til að koma mikilvægum upplýsingum á framfæri ef þeir skildu láta lífið. Þetta gæti verið allt frá ævisögu viðkomandi til óupplýst leyndarmáls.

mynd/ifidie.net
If I Die birtir ekki upplýsingar ósjálfrátt heldur sendir það skilaboð á þrjá valda vini sem verða að samþykkja birtinguna.

Nú þegar hafa rúmlega 5.000 manns „líkað við" forritið.

Hægt er að nálgast forritið hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×