Lánshæfi evruríkja lækkað 13. janúar 2012 22:06 Lánshæfismat Ítalíu var lækkað í BBB+ í dag. mynd/AFP Matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur lækkað lánshæfismat ítalska ríkisins um tvö stig. Þetta þýðir að lánshæfi ríkissjóð Ítalíu stendur nú í BBB+ en hann var áður í A hjá matsfyrirtækinu. Standard og Poor's lækkaði mat sitt á Frakklandi og Austurríki fyrr í dag en löndin voru bæði með ágætiseinkunn, AAA. Eftir breytinguna eru löndin í AA+ flokki matsfyrirtækisins. Breytingarnar höfðu talsverð áhrif á gengi evrunnar á gjaldeyrismörkuðum en gjaldmiðillinn lækkaði þó nokkuð. Talið er að Standard & Poor's eigi eftir að lækka lánshæfismat enn fleiri evruríkja. Talsmenn fyrirtækisins hafa þó ekki tjáð sig um lækkanirnar. Lækkanir matsfyrirtækisins koma til með að hafa áhrif á björgunarsjóð evruríkjanna. Sjóðurinn byggir á stöðugu efnahagsástandi þeirra landa sem koma að honum. Björgunarsjóðurinn er fjármagnaður af 17 evruríkjum. Frakkland er í forsvari fyrir sjóðinn ásamt Þýskalandi. Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur lækkað lánshæfismat ítalska ríkisins um tvö stig. Þetta þýðir að lánshæfi ríkissjóð Ítalíu stendur nú í BBB+ en hann var áður í A hjá matsfyrirtækinu. Standard og Poor's lækkaði mat sitt á Frakklandi og Austurríki fyrr í dag en löndin voru bæði með ágætiseinkunn, AAA. Eftir breytinguna eru löndin í AA+ flokki matsfyrirtækisins. Breytingarnar höfðu talsverð áhrif á gengi evrunnar á gjaldeyrismörkuðum en gjaldmiðillinn lækkaði þó nokkuð. Talið er að Standard & Poor's eigi eftir að lækka lánshæfismat enn fleiri evruríkja. Talsmenn fyrirtækisins hafa þó ekki tjáð sig um lækkanirnar. Lækkanir matsfyrirtækisins koma til með að hafa áhrif á björgunarsjóð evruríkjanna. Sjóðurinn byggir á stöðugu efnahagsástandi þeirra landa sem koma að honum. Björgunarsjóðurinn er fjármagnaður af 17 evruríkjum. Frakkland er í forsvari fyrir sjóðinn ásamt Þýskalandi.
Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira