Lækkuðu lánshæfismat níu evruríkja 14. janúar 2012 13:10 Olli Rehn. Matsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði í gærkvöldi lánshæfismat níu evruríkja, þar á meðal Frakklands. Yfirmaður efnahagsmála hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gagnrýnir ákvörðun fyrirtækisins harðlega. Matsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði í gær lánshæfismat Frakklands úr toppflokknum AAA niður í AA+, líkt og gert var við Bandaríkin síðasta sumar. Við það eykst enn óvissan um bata evrusvæðisins, en þróunin hafði verið nokkuð jákvæð síðustu daga og vikur. Frakkar eru þó enn með toppeinkunn frá hinum matsfyrirtækjunum, Moody's og Fitch Ratings. Francois Baroin, fjármálaráðherra Frakklands sagði við þetta tilefni að vissulega væri um slæmar fréttir að ræða en engar hamfarir stæðu þó fyrir dyrum. Hann vísaði m.a til þess að S&P hefði lækkað einkunn Bandaríkjamanna síðasta sumars svo þetta væru engar stórslysafréttir. Ekkert uppnám varð á mörkuðum þó að gengi hlutabréfa beggja vegna Atlantshafs hafi lækkað. Gengi evru lækkaði hins vegar og hefur ekki verið lægra í heilt ár. Standard & Poor's lækkaði lánshæfiseinkunnir Ítalíu, Spánar, Kýpur og Portúgal, en tvö síðastnefndu löndin voru færð niður í ruslflokk. Einkunnir Austurríkis, Slóvakíu og Slóveníu voru líka lækkaðar. Olli Rehn, yfirmaður efnahagsmála hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, gagnrýndi ákvörðun fyrirtækisins og sagði að ríkin á evrusvæðinu hefðu ráðist í afgerandi aðgerðir til að bregðast við vandanum á evrusvæðinu og mikill árangur hefði náðst í að róa fjármálamarkaði. Ákvörðun Standard & Poor's að lækka lánshæfiseinkunnir ríkja á evrusvæðinu þýðir að það verður erfiðara fyrir ríkisstjórnir og fyrirtæki í viðkomandi löndum að afla sér lánsfjár á mörkuðum en lánveitendur nota þessar einkunnir sem mælikvarða á áhættu sem fylgir lánveitingum og halda að sér höndum ef einkunn er lág. Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Matsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði í gærkvöldi lánshæfismat níu evruríkja, þar á meðal Frakklands. Yfirmaður efnahagsmála hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gagnrýnir ákvörðun fyrirtækisins harðlega. Matsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði í gær lánshæfismat Frakklands úr toppflokknum AAA niður í AA+, líkt og gert var við Bandaríkin síðasta sumar. Við það eykst enn óvissan um bata evrusvæðisins, en þróunin hafði verið nokkuð jákvæð síðustu daga og vikur. Frakkar eru þó enn með toppeinkunn frá hinum matsfyrirtækjunum, Moody's og Fitch Ratings. Francois Baroin, fjármálaráðherra Frakklands sagði við þetta tilefni að vissulega væri um slæmar fréttir að ræða en engar hamfarir stæðu þó fyrir dyrum. Hann vísaði m.a til þess að S&P hefði lækkað einkunn Bandaríkjamanna síðasta sumars svo þetta væru engar stórslysafréttir. Ekkert uppnám varð á mörkuðum þó að gengi hlutabréfa beggja vegna Atlantshafs hafi lækkað. Gengi evru lækkaði hins vegar og hefur ekki verið lægra í heilt ár. Standard & Poor's lækkaði lánshæfiseinkunnir Ítalíu, Spánar, Kýpur og Portúgal, en tvö síðastnefndu löndin voru færð niður í ruslflokk. Einkunnir Austurríkis, Slóvakíu og Slóveníu voru líka lækkaðar. Olli Rehn, yfirmaður efnahagsmála hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, gagnrýndi ákvörðun fyrirtækisins og sagði að ríkin á evrusvæðinu hefðu ráðist í afgerandi aðgerðir til að bregðast við vandanum á evrusvæðinu og mikill árangur hefði náðst í að róa fjármálamarkaði. Ákvörðun Standard & Poor's að lækka lánshæfiseinkunnir ríkja á evrusvæðinu þýðir að það verður erfiðara fyrir ríkisstjórnir og fyrirtæki í viðkomandi löndum að afla sér lánsfjár á mörkuðum en lánveitendur nota þessar einkunnir sem mælikvarða á áhættu sem fylgir lánveitingum og halda að sér höndum ef einkunn er lág.
Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira