Murdoch segir Google stuðla að lögbrotum 16. janúar 2012 15:53 Rupert Murdoch. Rupert Murdoch, fjölmiðlafjárfestirinn umdeildi, sakar Google um aðstoða við þjófnað á höfundarréttarvörðu efni. Þetta kom fram á Twitter-síðu Murdochs. Hann sagði Google meðal annars stuðla að því að hægt væri að nálgast kvikmyndir frítt. Murdoch sagðist sjálfur hafa slegið inn Mission Impossible 4 og fengið fjölmarga tengla á myndina sem væri hægt að nálgast frítt. "Nú lýk ég máli mínu," sagði Murdoch síðan. Þessum orðum Murdochs mótmælti Google harðlega í dag, og sagði þau vera algjörlega úr lausu lofti gripin. Í tilkynningu Google segir að fyrirtækið hafi látið loka vefsíðum sem hefðu stuðlað að ólöglegri veltu með kvikmyndir og tónlist upp á meira en 40 milljónir dollara, eða sem nemur um fimm milljörðum króna. Þessa baráttu hefði fyrirtækið leitt. Þá sagði enn fremur í tilkynningu Google að fyrirtækið myndi ekki styðja við lagasetningu sem væri heftandi fyrir tjáningarfrelsið. Murdoch hefur sagt Google vera að reyna að hafa áhrif á bandaríska þingið vegna áforma um að grípa til nýrrar lagasetningar til þess að bregðast við niðurhali á kvikmyndum, forritum og tónlist. Hann hefur auk þess marglýst því yfir að tímabært sé að selja aðgang að efni á netinu fremur en að hafa aðgang að fréttasíðum frían. Tækni Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Rupert Murdoch, fjölmiðlafjárfestirinn umdeildi, sakar Google um aðstoða við þjófnað á höfundarréttarvörðu efni. Þetta kom fram á Twitter-síðu Murdochs. Hann sagði Google meðal annars stuðla að því að hægt væri að nálgast kvikmyndir frítt. Murdoch sagðist sjálfur hafa slegið inn Mission Impossible 4 og fengið fjölmarga tengla á myndina sem væri hægt að nálgast frítt. "Nú lýk ég máli mínu," sagði Murdoch síðan. Þessum orðum Murdochs mótmælti Google harðlega í dag, og sagði þau vera algjörlega úr lausu lofti gripin. Í tilkynningu Google segir að fyrirtækið hafi látið loka vefsíðum sem hefðu stuðlað að ólöglegri veltu með kvikmyndir og tónlist upp á meira en 40 milljónir dollara, eða sem nemur um fimm milljörðum króna. Þessa baráttu hefði fyrirtækið leitt. Þá sagði enn fremur í tilkynningu Google að fyrirtækið myndi ekki styðja við lagasetningu sem væri heftandi fyrir tjáningarfrelsið. Murdoch hefur sagt Google vera að reyna að hafa áhrif á bandaríska þingið vegna áforma um að grípa til nýrrar lagasetningar til þess að bregðast við niðurhali á kvikmyndum, forritum og tónlist. Hann hefur auk þess marglýst því yfir að tímabært sé að selja aðgang að efni á netinu fremur en að hafa aðgang að fréttasíðum frían.
Tækni Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira