Viðskipti erlent

Indverjar tvöfalda tolla á innflutningi á gulli og silfri

Stjórnvöld á Indlandi hafa ákveðið að hækka innflutningstolla á gulli um 90% og á silfri um 100%. Þar sem Indland er annar stærsti innflytjandi heimsins á gulli er talið að þetta muni hafa áhrif til lækkunnar á heimsmarkaðsverði þess.

Ákvörðun indverska stjórnvalda er til komin vegna þess að önnur af tveimur brúðkaupsvertíðum landsins er framunan og ætla stjórnvöld að sækja sér meiri tekjur af henni.

Gull er mikið notað í öllum indverskum brúðkaupum, bæði til skarts og skrauts. Þannig er talið að fyrir hvert brúðkaup í landinu séu keypt 100 til 500 grömm af gulli.

Þegar seinni og stærri brúðkaupsvertíð Indlands hefst að hausti hafa gullkaupmenn getað gengið að því sem vísu að heimsmarkaðsverð á gulli hækkar um 10% á tímabilinu frá september og fram að desember. Þetta sýnir þróunin undanfarin áratug, að því er segir í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×