Forstjóri Icelandair Group segir engin rök fyrir því að færa völlinn Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. janúar 2012 10:12 Forstjóri Icelandair segir að engin rök séu fyrir því að loka Reykjavíkurflugvelli og flytja innanlandsflugið úr Vatnsmýrinni. Hann segir að fremur standi rök til þess að færa millilandaflugið nær höfuðborgarsvæðinu, ef þess er kostur. Deilur um framtíð flugvallarins eru ekki nýjar af nálinni en 17. mars 2001 var ráðist í ráðgefandi atkvæðagreiðslu meðal borgarbúa um framtíð flugvallarins. Þátttakan var dræm en naumur meirihluti atkvæða var fyrir því að völlurinn myndi víkja eftir 2016. Mjög skiptar skoðanir um framtíð vallarins meðal kjörinna fulltrúa, en bæði sjálfstæðismenn og fulltrúar Samfylkingarinnar hafa á liðnum árum fremur talað fyrir því að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýri. Þó eru mjög skiptar skoðanir um þetta meðal sjálfstæðismanna. Í dag verður sérstök ráðstefna um flugmál og framtíð Reykjavíkurflugvallar á vegum Háskólans í Reykjavík á Natura hótel. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu í gær. Björgólfur segir engin rök standi til þess að flytja innanlandsflugið. „Ég sé engar forsendur af hverju hann á að fara. Það er algjörlega klárt að flugvöllurinn á að vera í Reykjavík. Það kemur bara ekkert annað til greina." „Að sjálfsögðu skil ég þessi rök að menn séu að horfa á eitthvað byggingarland og slíkt en það er bara mjög mikilvægur þáttur fyrir höfuðborg að hafa flugvöllinn. Við ættum að horfa á að hafa millilandaflugvöllinn nær Reykjavík. Ef við horfum á Keflavík og allar borgir í kringum okkur þá erum við með völlinn fjærst Reykjavík og það er styrkur að hafa völlinn nær," segir Björgólfur. Viðtalið við Björgólf í heild sinni í Klinkinu má nú nálgast hér. Klinkið Tengdar fréttir Tapa alltaf á fyrsta og fjórða í skjóli tekna sumarsins Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir að Icelandair tapi nær alltaf á fyrsta og fjórða ársfjórðungi, vetrarflugið sé þannig. Hins vegar borgi það sig að vera með öfluga starfsemi yfir veturinn því það skili sér margfalt yfir sumartímann. 19. janúar 2012 10:54 Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Forstjóri Icelandair segir að engin rök séu fyrir því að loka Reykjavíkurflugvelli og flytja innanlandsflugið úr Vatnsmýrinni. Hann segir að fremur standi rök til þess að færa millilandaflugið nær höfuðborgarsvæðinu, ef þess er kostur. Deilur um framtíð flugvallarins eru ekki nýjar af nálinni en 17. mars 2001 var ráðist í ráðgefandi atkvæðagreiðslu meðal borgarbúa um framtíð flugvallarins. Þátttakan var dræm en naumur meirihluti atkvæða var fyrir því að völlurinn myndi víkja eftir 2016. Mjög skiptar skoðanir um framtíð vallarins meðal kjörinna fulltrúa, en bæði sjálfstæðismenn og fulltrúar Samfylkingarinnar hafa á liðnum árum fremur talað fyrir því að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýri. Þó eru mjög skiptar skoðanir um þetta meðal sjálfstæðismanna. Í dag verður sérstök ráðstefna um flugmál og framtíð Reykjavíkurflugvallar á vegum Háskólans í Reykjavík á Natura hótel. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu í gær. Björgólfur segir engin rök standi til þess að flytja innanlandsflugið. „Ég sé engar forsendur af hverju hann á að fara. Það er algjörlega klárt að flugvöllurinn á að vera í Reykjavík. Það kemur bara ekkert annað til greina." „Að sjálfsögðu skil ég þessi rök að menn séu að horfa á eitthvað byggingarland og slíkt en það er bara mjög mikilvægur þáttur fyrir höfuðborg að hafa flugvöllinn. Við ættum að horfa á að hafa millilandaflugvöllinn nær Reykjavík. Ef við horfum á Keflavík og allar borgir í kringum okkur þá erum við með völlinn fjærst Reykjavík og það er styrkur að hafa völlinn nær," segir Björgólfur. Viðtalið við Björgólf í heild sinni í Klinkinu má nú nálgast hér.
Klinkið Tengdar fréttir Tapa alltaf á fyrsta og fjórða í skjóli tekna sumarsins Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir að Icelandair tapi nær alltaf á fyrsta og fjórða ársfjórðungi, vetrarflugið sé þannig. Hins vegar borgi það sig að vera með öfluga starfsemi yfir veturinn því það skili sér margfalt yfir sumartímann. 19. janúar 2012 10:54 Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Tapa alltaf á fyrsta og fjórða í skjóli tekna sumarsins Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir að Icelandair tapi nær alltaf á fyrsta og fjórða ársfjórðungi, vetrarflugið sé þannig. Hins vegar borgi það sig að vera með öfluga starfsemi yfir veturinn því það skili sér margfalt yfir sumartímann. 19. janúar 2012 10:54