Viðskipti erlent

Góð sala á ríkisskuldabfréfum hjá Frökkum og Spánverjum

Mikil eftirspurn var eftir frönskum og spænskum ríkisskuldabréfum í morgun og lækkaði ávöxtunarkrafa þeirra í flestum tilvika.

Frakkland seldi skuldabréf fyrir tæpa 8 milljarða evra og Spánn seldi bréf fyrir rúma 6,6 milljarða evra. Raunar ætluðu Spánverjar aðeins að selja bréf fyrir 4,5 milljarða evra en umframeftirspurnin var það mikil að ákveðið var að auka framboðið.

Sem fyrr segir lækkaði ávöxtunarkrafan í flestum tilvikum en þó mest á frönskum bréfum til tveggja ára. Hún nam rúmu prósenti en var tæplega 1,6% í svipuðu útboði í október s.l. Hjá Spánverjum lækkaði krafan í flestum flokkum fyrir utan bréf til 10 ára en þar hækkaði krafan lítilega eða um 7 punkta.

Evran hefur styrkst í framhaldinu og grænar tölur eru á öllum helstu mörkuðum í Evrópu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×