Heiðar Helguson er Íþróttamaður ársins 2011 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2012 20:35 Heiðar Helguson. Mynd/Nordic Photos/Getty Heiðar Helguson var í kvöld útnefndur íþróttamaður ársins 2011 af Samtökum íþróttafréttamanna en hófið fór fram á Grand Hótel. Heiðar hlaut 229 stig í kjörinu, 30 meira en spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir sem varð í öðru sæti. Körfuboltamaðurinn Jakob Örn Sigurðarson varð síðan í þriðja sæti með 161 stig. Þetta var í 56. sinn sem íþróttamaður ársins er valinn og er Heiðar að fá þessi verðlaun í fyrsta sinn en hann hafði aldrei áður verið meðal tíu efstu. Heiðar er 37. íþróttamaðurinn sem verður þessa heiðurs aðnjótandi en ellefu sem hafa verið kostnir Íþróttamenn ársins hafa unnið þessi verðlaun oftar en einu sinni. Heiðar er sjöundi knattspyrnumaðurinn sem er kosinn Íþróttamaður ársins og sá fyrsti síðan að Margrét Lára Viðarsdóttir var valin árið 2007. Knattspyrnumenn hafa hlotið verðlaunin níu sinnum því bæði Ásgeir Sigurvinsson og Eiður Smári Guðjohnsen hafa hlotið þessa viðurkenningu tvisvar sinnum. Knattspyrnufólk var annars áberandi meðal efstu manna í kjörinu því Sara Björk Gunnarsdóttir varð í 4. sæti, Kolbeinn Sigþórsson í 5. sæti og Þóra Björg Helgadóttir endaði í 6. sæti í kjörinu í ár. 31 íþróttamaður fékk atkvæði að þessu sinni og komu þeir úr sextán íþróttagreinum. Það má sjá hér fyrir neðan hvernig atkvæðin skiptust í kjörinu í ár.Íþróttamaður ársins 2011 - úrslit kjörsins 1. Heiðar Helguson knattspyrna 229 stig 2. Ásdís Hjálmsdóttir frjálsíþróttir 199 3. Jakob Örn Sigurðarson körfubolti 161 4. Sara Björk Gunnarsdóttir knattspyrna 145 5. Kolbeinn Sigþórsson knattspyrna 137 6. Þóra B. Helgadóttir knattspyrna 134 7. Aron Pálmarsson handbolti 109 8. Kári Steinn Karlsson frjálsíþróttir 79 9. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir handbolti 74 10. Ólafur Björn Loftsson golf 65 11. Þormóður Árni Jónsson júdó 52 12. Björgvin Páll Gústavsson handbolti 34 13. Arnór Atlason handbolti 28 14. Hafþór Harðarson keila 27 15. Hrafnhildur Ósk Skúladóttir handbolti 21 16.-17. Snorri Steinn Guðjónsson handbolti 20 16.-17. Thelma Rut Hermannsdóttir fimleikar 20 18. Eygló Ósk Gústafsdóttir sund 15 19. Alexander Petersson handbolti 10 20.-22. Hlynur Bæringsson körfubolti 6 20.-22. Jakob Jóhann Sveinsson sund 6 20.-22. Margrét Lára Viðarsdóttir knattspyrna 6 23. Jón Margeir Sverrisson íþróttir fatlaðra 5 24.-26. Annie Mist Þórisdóttir lyftingar 4 24.-26. Ragna Ingólfsdóttir badminton 4 24.-26. Karen Axelsdóttir þríþraut 4 27.-29. Erla Dögg Haraldsdóttir sund 3 27.-29. Björgvin Björgvinsson skíði 3 27.-29. Aðalheiður Rósa Harðardóttir karate 3 30. Karen Knútsdóttir handbolti 2 31. Jóhann Skúlason hestaíþróttir 1 Innlendar Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Sjá meira
Heiðar Helguson var í kvöld útnefndur íþróttamaður ársins 2011 af Samtökum íþróttafréttamanna en hófið fór fram á Grand Hótel. Heiðar hlaut 229 stig í kjörinu, 30 meira en spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir sem varð í öðru sæti. Körfuboltamaðurinn Jakob Örn Sigurðarson varð síðan í þriðja sæti með 161 stig. Þetta var í 56. sinn sem íþróttamaður ársins er valinn og er Heiðar að fá þessi verðlaun í fyrsta sinn en hann hafði aldrei áður verið meðal tíu efstu. Heiðar er 37. íþróttamaðurinn sem verður þessa heiðurs aðnjótandi en ellefu sem hafa verið kostnir Íþróttamenn ársins hafa unnið þessi verðlaun oftar en einu sinni. Heiðar er sjöundi knattspyrnumaðurinn sem er kosinn Íþróttamaður ársins og sá fyrsti síðan að Margrét Lára Viðarsdóttir var valin árið 2007. Knattspyrnumenn hafa hlotið verðlaunin níu sinnum því bæði Ásgeir Sigurvinsson og Eiður Smári Guðjohnsen hafa hlotið þessa viðurkenningu tvisvar sinnum. Knattspyrnufólk var annars áberandi meðal efstu manna í kjörinu því Sara Björk Gunnarsdóttir varð í 4. sæti, Kolbeinn Sigþórsson í 5. sæti og Þóra Björg Helgadóttir endaði í 6. sæti í kjörinu í ár. 31 íþróttamaður fékk atkvæði að þessu sinni og komu þeir úr sextán íþróttagreinum. Það má sjá hér fyrir neðan hvernig atkvæðin skiptust í kjörinu í ár.Íþróttamaður ársins 2011 - úrslit kjörsins 1. Heiðar Helguson knattspyrna 229 stig 2. Ásdís Hjálmsdóttir frjálsíþróttir 199 3. Jakob Örn Sigurðarson körfubolti 161 4. Sara Björk Gunnarsdóttir knattspyrna 145 5. Kolbeinn Sigþórsson knattspyrna 137 6. Þóra B. Helgadóttir knattspyrna 134 7. Aron Pálmarsson handbolti 109 8. Kári Steinn Karlsson frjálsíþróttir 79 9. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir handbolti 74 10. Ólafur Björn Loftsson golf 65 11. Þormóður Árni Jónsson júdó 52 12. Björgvin Páll Gústavsson handbolti 34 13. Arnór Atlason handbolti 28 14. Hafþór Harðarson keila 27 15. Hrafnhildur Ósk Skúladóttir handbolti 21 16.-17. Snorri Steinn Guðjónsson handbolti 20 16.-17. Thelma Rut Hermannsdóttir fimleikar 20 18. Eygló Ósk Gústafsdóttir sund 15 19. Alexander Petersson handbolti 10 20.-22. Hlynur Bæringsson körfubolti 6 20.-22. Jakob Jóhann Sveinsson sund 6 20.-22. Margrét Lára Viðarsdóttir knattspyrna 6 23. Jón Margeir Sverrisson íþróttir fatlaðra 5 24.-26. Annie Mist Þórisdóttir lyftingar 4 24.-26. Ragna Ingólfsdóttir badminton 4 24.-26. Karen Axelsdóttir þríþraut 4 27.-29. Erla Dögg Haraldsdóttir sund 3 27.-29. Björgvin Björgvinsson skíði 3 27.-29. Aðalheiður Rósa Harðardóttir karate 3 30. Karen Knútsdóttir handbolti 2 31. Jóhann Skúlason hestaíþróttir 1
Innlendar Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Sjá meira