Claudio Ranieri, þjálfari Inter, hefur nú stigið fram fyrir skjöldu og lýst því yfir að það komi ekki til greina að selja Hollendinginn Wesley Sneijder í þessum mánuði.
Sneijder hefur ítrekað verið orðaður við Man. Utd síðustu sex mánuði og eftir að leikmannamarkaðurinn opnaði á ný fóru sögusagnirnar af stað á nýjan leik.
"Hann er leikmaður Inter og verður áfram með okkur," sagði Ranieri á blaðamannafundi í gær.
"Hann er í miklum metum hjá mér og ég vona að hann geti staðið sig áfram vel fyrir Inter. Hann er leikmaður sem hefur allt en stundum stoppar hausinn á honum og þá þarf hann start."
Ranieri: Sneijder er ekki á förum

Mest lesið

Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar
Enski boltinn

Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg
Handbolti

Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn

Segir Arnór líta ruddalega vel út
Fótbolti


Sjáðu Albert skora gegn Juventus
Fótbolti

„Rjóminn á kökuna fyrir okkur“
Íslenski boltinn


