Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Snæfell 68-73 Stefán Árni Pálsson í Ásgarði skrifar 8. janúar 2012 16:54 Snæfell bar sigur, 73-68, úr býtum gegn Stjörnunni í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins en hvorugt liðið náði sér almennilega á strik í leiknum. Snæfellingar voru skrefinu á undan í síðari hálfleiknum og það skilaði þeim áfram í 8-liða úrslitin. Pálmi Freyr Sigurgeirsson var atkvæðamestur í liði Snæfells í leiknum með 23 stig. Keith Cothran gerði 19 stig í liði Stjörnunnar. Leikurinn hófst ágætlega og liðin voru greinilega bæði vel stemmd. Gestirnir í Snæfell voru einu skrefi á undan heimamönnum til að byrja með en þegar leið á fyrsta fjórðunginn komu Stjörnumenn til baka. Staðan eftir fyrsta leikhlutann var 23-17 fyrir heimamenn. Justin Shouse stjórnaði leik Stjörnumanna eins og herforingi og var að leika sérstaklega vel. Stjarnan hafði ekki enn komist á blað þegar fimm og hálf mínúta voru liðnar af öðrum leikhluta en þá skoraði Marvin Valdimarsson fyrstu körfu Stjörnunnar í fjórðungnum og staðan 25-26 fyrir Snæfell. Staðan í hálfleik var 33-30 fyrir gestina og eins og stigaskorið gefur til kynna var ekki verið að leika fallegan bolta. Stjarnan gerði aðeins sjö stig í öðrum leikhluta sem er hreint ótrúlegt. Snæfellingar fóru almennilega í gang um miðjan þriðja leikhluta þegar þeir voru komnir í 47-39. Pálmi Freyr Sigurgeirsson var að leika vel fyrir gestina og skoraði nokkrar mikilvægar körfur. Staðan var 54-44 fyrir lokafjórðunginn en það var mesti munurinn á liðunum fram að því. Snæfellingar héldu áfram uppteknu hætti í fjórða leikhlutanum og þegar rúmlega fjórar mínútur voru eftir af leiknum var staðan 61-49 fyrir gestina. Þessi munur var hreinlega of mikill fyrir Stjörnumenn og Snæfellingar náðu að innbyrða sigur 73-68. Hólmarar eru því komnir áfram í 8-liða úrslit keppninnar.Ingi Þór: Vorum alltaf skrefinu á undan„Gæði körfuboltans voru ekki mikil í dag og í raun mikill haustbragur á liðunum," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir sigurinn í dag. „Mér fannst við skrefinu á undan alveg frá byrjun þó svo að Stjarnan hafi komist aðeins yfir í fyrsta leikhlutanum." „Það sem einkenndi leikinn í dag var mikil barátta beggja liða og það sást oft á mönnum í kvöld. Jón Ólafur Jónsson var nánast ekkert með í leiknum vegna villuvandræði en við náðum að leysa það vel". „Ég var ánægður með hvað menn stigu upp í síðari hálfleiknum. Ólafur Torfason var líklega að leika sinn besta leik fyrir okkur og Pálmi Sigurgeirsson var frábær í lokin". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan.Teitur: Þetta var bara einn af þessum dögum sem ekkert gekk upp„Þetta var líklega slakasti leikur okkar í vetur," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir tapið í dag. „Þegar lið tekur 70 tveggja stiga skot og hittir aðeins úr 30% þeirra þá er enginn leið að vinna leikinn". „Menn voru bara ekki með á nótunum í dag, hvort sem það voru einföld sniðskot eða utan af velli. Þetta var farið að fara mikið í skapið á mönnum sem bitnaði á skotavali leikmanna". „Þetta var bara einn af þessum dögum hjá okkur og mjög svekkjandi að þessi dagur hafi komið í bikarnum". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Teit með því að ýta hér.Pálmi: Þetta var ljótur sigur en það spyr enginn af því„Þetta var bara ljótur leikur en við unnum hann og það er það sem skiptir máli," sagði Pálmi Sigurgeirsson, leikmaður Snæfells, eftir sigurinn í dag. „Við spiluðum góða vörn alveg frá byrjun en sóknarleikur beggja liða vera mjög slakur. Í byrjun leiks komumst við bara upp með að spila lélegan sóknarleik því við bætum það upp með góðum varnarleik". „Í síðari hálfleik spýttum við bara í lófana og þá átti Stjarnan ekki möguleika. Okkur finnst við vera með betra lið en Stjarnan . Staðan í deildinni segir ekki alla söguna". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Pálma með því að ýta hér. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Sjá meira
Snæfell bar sigur, 73-68, úr býtum gegn Stjörnunni í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins en hvorugt liðið náði sér almennilega á strik í leiknum. Snæfellingar voru skrefinu á undan í síðari hálfleiknum og það skilaði þeim áfram í 8-liða úrslitin. Pálmi Freyr Sigurgeirsson var atkvæðamestur í liði Snæfells í leiknum með 23 stig. Keith Cothran gerði 19 stig í liði Stjörnunnar. Leikurinn hófst ágætlega og liðin voru greinilega bæði vel stemmd. Gestirnir í Snæfell voru einu skrefi á undan heimamönnum til að byrja með en þegar leið á fyrsta fjórðunginn komu Stjörnumenn til baka. Staðan eftir fyrsta leikhlutann var 23-17 fyrir heimamenn. Justin Shouse stjórnaði leik Stjörnumanna eins og herforingi og var að leika sérstaklega vel. Stjarnan hafði ekki enn komist á blað þegar fimm og hálf mínúta voru liðnar af öðrum leikhluta en þá skoraði Marvin Valdimarsson fyrstu körfu Stjörnunnar í fjórðungnum og staðan 25-26 fyrir Snæfell. Staðan í hálfleik var 33-30 fyrir gestina og eins og stigaskorið gefur til kynna var ekki verið að leika fallegan bolta. Stjarnan gerði aðeins sjö stig í öðrum leikhluta sem er hreint ótrúlegt. Snæfellingar fóru almennilega í gang um miðjan þriðja leikhluta þegar þeir voru komnir í 47-39. Pálmi Freyr Sigurgeirsson var að leika vel fyrir gestina og skoraði nokkrar mikilvægar körfur. Staðan var 54-44 fyrir lokafjórðunginn en það var mesti munurinn á liðunum fram að því. Snæfellingar héldu áfram uppteknu hætti í fjórða leikhlutanum og þegar rúmlega fjórar mínútur voru eftir af leiknum var staðan 61-49 fyrir gestina. Þessi munur var hreinlega of mikill fyrir Stjörnumenn og Snæfellingar náðu að innbyrða sigur 73-68. Hólmarar eru því komnir áfram í 8-liða úrslit keppninnar.Ingi Þór: Vorum alltaf skrefinu á undan„Gæði körfuboltans voru ekki mikil í dag og í raun mikill haustbragur á liðunum," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir sigurinn í dag. „Mér fannst við skrefinu á undan alveg frá byrjun þó svo að Stjarnan hafi komist aðeins yfir í fyrsta leikhlutanum." „Það sem einkenndi leikinn í dag var mikil barátta beggja liða og það sást oft á mönnum í kvöld. Jón Ólafur Jónsson var nánast ekkert með í leiknum vegna villuvandræði en við náðum að leysa það vel". „Ég var ánægður með hvað menn stigu upp í síðari hálfleiknum. Ólafur Torfason var líklega að leika sinn besta leik fyrir okkur og Pálmi Sigurgeirsson var frábær í lokin". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan.Teitur: Þetta var bara einn af þessum dögum sem ekkert gekk upp„Þetta var líklega slakasti leikur okkar í vetur," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir tapið í dag. „Þegar lið tekur 70 tveggja stiga skot og hittir aðeins úr 30% þeirra þá er enginn leið að vinna leikinn". „Menn voru bara ekki með á nótunum í dag, hvort sem það voru einföld sniðskot eða utan af velli. Þetta var farið að fara mikið í skapið á mönnum sem bitnaði á skotavali leikmanna". „Þetta var bara einn af þessum dögum hjá okkur og mjög svekkjandi að þessi dagur hafi komið í bikarnum". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Teit með því að ýta hér.Pálmi: Þetta var ljótur sigur en það spyr enginn af því„Þetta var bara ljótur leikur en við unnum hann og það er það sem skiptir máli," sagði Pálmi Sigurgeirsson, leikmaður Snæfells, eftir sigurinn í dag. „Við spiluðum góða vörn alveg frá byrjun en sóknarleikur beggja liða vera mjög slakur. Í byrjun leiks komumst við bara upp með að spila lélegan sóknarleik því við bætum það upp með góðum varnarleik". „Í síðari hálfleik spýttum við bara í lófana og þá átti Stjarnan ekki möguleika. Okkur finnst við vera með betra lið en Stjarnan . Staðan í deildinni segir ekki alla söguna". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Pálma með því að ýta hér.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Sjá meira