Viðskipti erlent

Stjórnarformaður seðlabanka Sviss segir af sér

Mynd/AFP
Stjórnarformaður Svissneska seðlabankans hefur sagt af sér í kjölfar hneykslismáls sem upp kom á dögunum. Í ljós kom að Hildebrand og kona hans höfðu hagnast umtalsvert á gjaldeyrisbraski.

Braskið átti sér stað skömmu áður en seðlabankinn tilkynnti um umfangsmiklar aðgerðir sínar til að veikja gengi svissneska frankans á seinnihluta síðasta árs.

Talið er að Hilderand hafi hagnast um tíu milljónir króna á gjörningunum en málið þykir hið vandræðalegasta fyrir hið íhaldssama fjármálakerfi Sviss.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×