Hagvöxtur í Þýskalandi sá mesti síðan 1990 12. janúar 2011 11:46 Samkvæmt bráðabirgðatölum Þýsku hagstofunnar óx þýska hagkerfið um 3,6% á síðasta ári sem jafnframt er mesti hagvöxtur sem sést hefur á einu ári frá því að Austur- og Vestur Þýskaland voru sameinuð árið 1990. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að Þýskaland virðist því hafa náð sér ágætlega á strik eftir hremmingar fjármálakreppunnar, en hagkerfið dróst saman um 4,7% árið 2009 sem var jafnframt dýpsta dýfa sem þýska hagkerfið hefur tekið í meira en hálfa öld. Núna hefur metvöxtur hinsvegar tekið við af samdrætti. Er um að ræða mun meiri vöxt heldur en búist hafði verið við og mun meiri vöxt en búist er við á evrusvæðinu en OECD áætlar að hagvöxtur á evrusvæðinu reynist 1,7% á árinu 2010. Samkvæmt tilkynningu Þýsku hagstofunnar náði efnahagsbatinn sér á strik síðastliðið sumar. Batinn á rætur sínar að rekja til aukningar í innlendri eftirspurn sem var umfram væntingar Á móti kemur að fjárfestingar í nýbyggingum taka ekki eins vel við sér og búist hafði verið við en engu að síður er um að ræða aukningu fjármunamyndunar í heild frá fyrra ári um 2,8%. Þá lögðu utanríkisviðskipti einnig til talsverðan hluta hagvaxtar í landinu í fyrra eins og búist hafði verið við, og nam framlag þeirra til vaxtar 1,1% á tímabilinu. Þannig jókst útflutningur um 14,2% milli ára en innflutningur óx um 13% að raungildi á sama tíma. Búast má við að fá ríki á evrusvæðinu muni hafa vaxið jafn mikið og hagkerfi Þýskalands á síðasta ári. Þannig er OECD að áætla mun minni vöxt í öðrum evruríkjum. Samkvæmt spá OECD var vöxtur 1,6% í Frakklandi og 1% á Ítalíu á síðasta ári. Hagkerfi Grikklands, Spánar og Írlands drógust hinsvegar saman á síðasta ári samkvæmt spá OECD sem varla kemur nokkrum manni á óvart í ljósi þeirra vandræða sem verið hafa í þessum löndum á árinu. Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Samkvæmt bráðabirgðatölum Þýsku hagstofunnar óx þýska hagkerfið um 3,6% á síðasta ári sem jafnframt er mesti hagvöxtur sem sést hefur á einu ári frá því að Austur- og Vestur Þýskaland voru sameinuð árið 1990. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að Þýskaland virðist því hafa náð sér ágætlega á strik eftir hremmingar fjármálakreppunnar, en hagkerfið dróst saman um 4,7% árið 2009 sem var jafnframt dýpsta dýfa sem þýska hagkerfið hefur tekið í meira en hálfa öld. Núna hefur metvöxtur hinsvegar tekið við af samdrætti. Er um að ræða mun meiri vöxt heldur en búist hafði verið við og mun meiri vöxt en búist er við á evrusvæðinu en OECD áætlar að hagvöxtur á evrusvæðinu reynist 1,7% á árinu 2010. Samkvæmt tilkynningu Þýsku hagstofunnar náði efnahagsbatinn sér á strik síðastliðið sumar. Batinn á rætur sínar að rekja til aukningar í innlendri eftirspurn sem var umfram væntingar Á móti kemur að fjárfestingar í nýbyggingum taka ekki eins vel við sér og búist hafði verið við en engu að síður er um að ræða aukningu fjármunamyndunar í heild frá fyrra ári um 2,8%. Þá lögðu utanríkisviðskipti einnig til talsverðan hluta hagvaxtar í landinu í fyrra eins og búist hafði verið við, og nam framlag þeirra til vaxtar 1,1% á tímabilinu. Þannig jókst útflutningur um 14,2% milli ára en innflutningur óx um 13% að raungildi á sama tíma. Búast má við að fá ríki á evrusvæðinu muni hafa vaxið jafn mikið og hagkerfi Þýskalands á síðasta ári. Þannig er OECD að áætla mun minni vöxt í öðrum evruríkjum. Samkvæmt spá OECD var vöxtur 1,6% í Frakklandi og 1% á Ítalíu á síðasta ári. Hagkerfi Grikklands, Spánar og Írlands drógust hinsvegar saman á síðasta ári samkvæmt spá OECD sem varla kemur nokkrum manni á óvart í ljósi þeirra vandræða sem verið hafa í þessum löndum á árinu.
Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira