Sport

Helga Margrét vann fjölþrautarmót í Svíþjóð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helga Margrét Þorsteinsdóttir.
Helga Margrét Þorsteinsdóttir.
Ármenningurinn Helga Margrét Þorsteinsdóttir sigraði örugglega í dag í fimmtarþraut á stjóru fjölþrautarmóti í Växjö í Svíþjóð þar sem hún hefur verið við æfingar hjá nýja þjálfara sínum Agne Bergvall.

Helga Margrét fékk 4158 stig á mótinu og var nálægt Íslandsmeti sínu sem er 4205 stig síðan í Stokkhólmi í mars í fyrra. Hún jafnaði meðal annars sitt persónulega met í 60 metra grindarhlaupi.

Carolina Klüft tók þátt í nokkrum greinum þrautinnar en lauk ekki keppni en það hefur verið gaman fyrir Helgu Margréti að keppa við hlið fyrrum Ólympíumeistara í greininni. Lisa Linnell varð í öðru sæti 180 stigum á eftir Helgu.

Árangur Helgu Margrétar í einstökum greinum er sem hér segir:

60 m grind: 8,73 sekúndur (967 stig)

Hástökk: 1,68 metrar (830 stig)

Kúluvarp: 13,25 metrar (744 stig)

Langstökk: 5,56 metrar (717 stig)

800 metra hlaup: 2 mínútur 14,48 sekúndur (900 stig)

„Þessi þraut var hugsuð sem upphitun fyrir miklu stærri þraut sem verður eftir þrjár vikur í Norrköping í Svíþjóð. Það er sænska meistaramótið. Ef allt gengur upp þar mun hún bæta Íslandsmetið vel þar," sagði Vésteinn Hafsteinsson í fréttatilkynningu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×