Fótbolti

Ronaldo grét er hann sagðist vera hættur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Einn besti knattspyrnumaður allra tíma, Brasilíumaðurinn Ronaldo, tilkynnti í dag að hann væri hættur í fótbolta, 34 ára að aldri. Fréttirnar af þessu láku út í gærkvöldi og voru staðfestar í dag.

Ronaldo hefur verið mikið meiddur undanfarin ár og getur hreinlega ekki meira eftir 350 mörk með félagsliðum sínum og 97 landsleiki.

"Ég get ekki meira," sagði Ronaldo en hann vann HM tvisvar með Brasilíu og var valinn besti knattspyrnumaður heims þrisvar sinnum.

"Ég vildi halda áfram en ég gat það bara ekki. Ég hugsa um hvað ég vil gera en líkaminn er hættur að fylgja hausnum. Mér er þess utan illt í líkamanum," sagði Ronaldo grátandi á blaðamannafundi í dag.

Hægt er að sjá brot af frábærum ferli Ronaldo í myndbandinu hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×