Forseti Rússlands fær nýtt leikfang 4. febrúar 2011 07:19 Dimitry Medevdev forseti Rússlands hefur fengið nýtt leikfang. Um er að ræða lúxussnekkju sem gefur þeim bestu í heiminum lítt eftir. Um er að ræða snekkjuna Leo Fun sem áður var í eigu ítalsks viðskiptamanns. Um leið og snekkjan kemur í rússneska höfn verður nafni hennar breytt í hið virðingarmeira nafn Sirius. Verðmiðinn á þessari snekkju hljóðaði upp á hátt í fimm milljarða króna, að því er segir í börsen. Sirius er nær sextíu metrar að lengd og um borð er pláss fyrir 12 gesti í sex svítum. Áhafnarmeðlimir eru tólf talsins. Meðal þess sem má finna um borð er freyðibað, tilbúinn foss og stór kvikmyndasalur. Sirius getur náð 18 hnúta hraða og vélarafl hennar er um 3.800 hestöfl. Hún getur siglt yfir 9.000 kílómetra án þess að þurfa að bæta á tankinn. Rússneskur almenningur fær fyrst að berja þessa forsetasnekkju augum árið 2014 en þá leggur hún upp í hafnarborginni Sochi við Svartahaf í tengslum við olympíuleikanna það ár. Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Dimitry Medevdev forseti Rússlands hefur fengið nýtt leikfang. Um er að ræða lúxussnekkju sem gefur þeim bestu í heiminum lítt eftir. Um er að ræða snekkjuna Leo Fun sem áður var í eigu ítalsks viðskiptamanns. Um leið og snekkjan kemur í rússneska höfn verður nafni hennar breytt í hið virðingarmeira nafn Sirius. Verðmiðinn á þessari snekkju hljóðaði upp á hátt í fimm milljarða króna, að því er segir í börsen. Sirius er nær sextíu metrar að lengd og um borð er pláss fyrir 12 gesti í sex svítum. Áhafnarmeðlimir eru tólf talsins. Meðal þess sem má finna um borð er freyðibað, tilbúinn foss og stór kvikmyndasalur. Sirius getur náð 18 hnúta hraða og vélarafl hennar er um 3.800 hestöfl. Hún getur siglt yfir 9.000 kílómetra án þess að þurfa að bæta á tankinn. Rússneskur almenningur fær fyrst að berja þessa forsetasnekkju augum árið 2014 en þá leggur hún upp í hafnarborginni Sochi við Svartahaf í tengslum við olympíuleikanna það ár.
Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira