Sport

Ásgeir, Jórunn og Guðmundur Helgi meistarar á Landsmóti STÍ

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þorsteinn Guðjónsson, Ásgeir Sigurgeirsson og Guðmundur Gíslason úr A-sveit Skotfélags Reykjavíkur unnu liðakeppni í loftskambyssu karla.
Þorsteinn Guðjónsson, Ásgeir Sigurgeirsson og Guðmundur Gíslason úr A-sveit Skotfélags Reykjavíkur unnu liðakeppni í loftskambyssu karla. Mynd/Gummi Gísla
Ásgeir Sigurgeirsson, Jórunn Harðardóttir og Guðmundur Helgi Christensen, öll úr Skotfélagi Reykjavíkur, urðu í gær meistrarar á Landsmóti Skotíþróttasambands Íslands sem fram fór í Egilshöll í húsakynnum Skotfélags Reykjavíkur. Jórunn vann tvöfaldan sigur í kvennaflokki.

Ásgeir Sigurgeirsson sigraði í loftskambyssu hjá körlunum með 678,1 stig, Tómas Viderö frá Skotfélagi Kópavogs varð annar með 653 stig og í þriðja sæti varð svo Þorsteinn Guðjónsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 652 stig.

Í liðakepninni sigraði A-sveit Skotfélags Reykjavíkur með 1,667 stig, A-sveit Skotfélags Kópavogs varð í öðru sæti með 1,586 stig og í þriðja sæti varð B-sveit Skotfélags Reykjavíkur með 1,552 stig.

Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur sigraði í kvennaflokki í loftskammbyssu á Landsmótinu með 368 stig. Önnur varð Berglind Björgvinsdóttir frá Akranesi með 344 stig og í þriðja sæti var Inga Birna Erlingsdóttir frá Skotfélagi Reykjavíkur með 335 stig.

Í loftriffli karla sigraði Guðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur með 573 stig og í 2.sæti Sigfús Tryggvi Blumenstein úr sama félagi með 523 stig. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðadóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 375 stig og í 2.sæti úr sama félagi Íris Eva Einarsdóttir á 344 stigum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×