Viðskipti innlent

Forstjóri Össurar með 433 þúsund í laun á dag

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jón Sigurðsson gerði það gott á síðasta ári.
Jón Sigurðsson gerði það gott á síðasta ári.
Jón Sigurðsson, forstjóri stoðtækjafyrirtækisins Össurar, var með um 433 þúsund krónur í laun á dag í fyrra. Samkvæmt ársreikningi félagsins var hann með 1343 þúsund bandaríkjadali í árslaun á síðasta ári. Upphæðin samsvarar um 158 milljónum íslenskra króna í árslaun.

Þá var Mahesh Mansukhani, framkvæmdastjóri Össurar í Norður Ameríku, var með 514 þúsund dali í tekjur. Það samsvarar um 61 milljón íslenskra króna. Ólafur Gylfason, framkvæmdastjóri Össurar í Evrópu, var með 500 þúsund dali í laun, eða um 59 milljónir króna.

Hjörleifur Pálsson, fjármálastjóri Össurar, var með 445 þúsund dali í tekjur, eða 53 milljónir króna.

Hagnaður af rekstri Össurar á síðasta ári nam 4,2 milljörðum króna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×