Njarðvík nálægt því að vinna meistarana Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. janúar 2011 21:01 Jón Ólafur Jónsson í leik með Snæfelli. Njarðvíkingar fóru illa að ráði sínu þegar þeir mættu Íslands- og bikarmeisturum Snæfells í Stykkishólmi í Iceland Express-deild karla kvöld, 92-91. Njarðvík var með sjö stiga foruystu, 89-82, þegar þrjár og hálf mínúta var til leiksloka. En Snæfellingar skoruðu tíu stig í röð og náðu þriggja stiga forystu. Lárus Jónsson náði að klóra í bakkann með tveggja stiga körfu þegar tvær sekúndur voru eftir en nær komust gestirnir úr Njarðvík ekki. Staðan í hálfleik var 47-46, Snæfelli í við og var jafnræði með liðunum allan leikinn. Jón Ólafur Jónsson fór á kostum í liði heimamanna og skoraði 32 stig og tók þrettán fráköst. Pálmi Freyr Sigurgeirsson kom næstur með 22. Christopher Smith var stigahæstur hjá Njarðvíkingum með 30 stig en Friðrik Stefánsson skoraði fjórtán. Sigurður Ingimundarson hætti sem þjálfari Njarðvíkur fyrr í mánuðinum og Magnús Þór Gunnarsson skipti yfir í Keflavík stuttu síðar. Einar Árni Jóhannsson og Friðrik Ragnarsson tóku við þjálfun liðsins og tapaði það fyrir ÍR á heimavelli í fyrsta leik þeirra um síðustu helgi. Njarðvík vann Snæfell í þriðju umferð deildarinnar í haust og hefur síðan þá aðeins unnið tvo deildarleiki af ellefu. Snæfell endurheimti með sigrinum toppsæti deildarinnar og er með 24 stig, rétt eins og Keflavík. Njarðvík er í næstneðsta sæti með átta stig.Fjölnir lagði Hamar Fjölnir gerði góða ferð til Hveragerðis og vann Hamar, 80-73. Hamarsmenn byrjuðu betur og voru með góða forystu eftir fyrri hálfleik, 43-32. En Fjölnismenn sneru leiknum sér í vil með því að skora 29 stig gegn þrettán í þriðja leikhluta. Fjölnismenn náðu svo að halda forystunni allt til loka þó svo að heimamenn hafi aldrei verið langt undan. Brandon Springer skoraði 29 stig fyrir Fjölni og tók átján fráköst. Magni Hafsteinsson kom næstur með 21 stig. Hjá Hamri var Darri Hilmarsson stigahæstur með sautján stig en Ellert Arnarson skoraði fimmtán.Sigur hjá ÍR gegn KFÍ ÍR vann KFÍ, 92-82, og fylgdi þar með eftir góðum sigri á Njarðvík um síðustu helgi. Liðið er nú komið upp að hlið Hamars og Fjölnis í 8.-10. sæti deildarinnar með tíu stig. ÍR-ingar tóku frumkvæðið í leiknum snemma í leiknum og héltu því allt til leiksloka. Staðan í hálfleik var 47-42. Nemanja Sovic skoraði 27 stig fyrir ÍR og James Bartolotta sextán. Hjá KFÍ voru Darco Milosevic og Craig Schoen stigahæstir með sextán stig hvor. KFÍ er enn í botnsæti deildarinnar með fjögur stig.Úrslitin í kvöldHamar-Fjölnir 73-80 (22-18, 21-14, 13-29, 17-19)Hamar: Darri Hilmarsson 17/6 fráköst, Ellert Arnarson 15, Kjartan Kárason 11, Andre Dabney 10/4 fráköst, Nerijus Taraskus 9, Svavar Páll Pálsson 5/14 fráköst, Snorri Þorvaldsson 4, Ragnar Á. Nathanaelsson 2/9 fráköst.Fjölnir: Brandon Ja Juan Springer 29/18 fráköst, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 21/6 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 15/4 fráköst/6 stoðsendingar, Jón Sverrisson 6/5 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 3, Sindri Kárason 2, Arnþór Freyr Guðmundsson 2, Sigurður Þórarinsson 2.Snæfell-Njarðvík 92-91 (25-18, 22-26, 15-19, 30-28)Snæfell: Jón Ólafur Jónsson 32/13 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 22/6 stoðsendingar, Sean Burton 14/4 fráköst/6 stoðsendingar, Emil Þór Jóhannsson 12, Sveinn Arnar Davíðsson 6/12 fráköst, Atli Rafn Hreinsson 6/5 fráköst.Njarðvík: Christopher Smith 30/7 fráköst/3 varin skot, Friðrik E. Stefánsson 14/7 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 12, Egill Jónasson 11, Jóhann Árni Ólafsson 7/10 fráköst, Páll Kristinsson 6, Rúnar Ingi Erlingsson 4, Lárus Jónsson 3/6 fráköst/8 stoðsendingar, Kristján Rúnar Sigurðsson 2, Óli Ragnar Alexandersson 2.ÍR-KFÍ 92-82 (27-23, 20-19, 18-21, 27-19)ÍR: Nemanja Sovic 27/6 fráköst, Kelly Biedler 16/15 fráköst/5 stoðsendingar/4 varin skot, James Bartolotta 16, Eiríkur Önundarson 13, Hjalti Friðriksson 10, Sveinbjörn Claesson 6, Níels Dungal 4.KFÍ: Darco Milosevic 16/8 fráköst, Craig Schoen 16/4 fráköst, Marco Milicevic 15/5 stoðsendingar, Richard McNutt 13/7 fráköst, Nebojsa Knezevic 12/5 fráköst, Ari Gylfason 6, Carl Josey 4. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Sjá meira
Njarðvíkingar fóru illa að ráði sínu þegar þeir mættu Íslands- og bikarmeisturum Snæfells í Stykkishólmi í Iceland Express-deild karla kvöld, 92-91. Njarðvík var með sjö stiga foruystu, 89-82, þegar þrjár og hálf mínúta var til leiksloka. En Snæfellingar skoruðu tíu stig í röð og náðu þriggja stiga forystu. Lárus Jónsson náði að klóra í bakkann með tveggja stiga körfu þegar tvær sekúndur voru eftir en nær komust gestirnir úr Njarðvík ekki. Staðan í hálfleik var 47-46, Snæfelli í við og var jafnræði með liðunum allan leikinn. Jón Ólafur Jónsson fór á kostum í liði heimamanna og skoraði 32 stig og tók þrettán fráköst. Pálmi Freyr Sigurgeirsson kom næstur með 22. Christopher Smith var stigahæstur hjá Njarðvíkingum með 30 stig en Friðrik Stefánsson skoraði fjórtán. Sigurður Ingimundarson hætti sem þjálfari Njarðvíkur fyrr í mánuðinum og Magnús Þór Gunnarsson skipti yfir í Keflavík stuttu síðar. Einar Árni Jóhannsson og Friðrik Ragnarsson tóku við þjálfun liðsins og tapaði það fyrir ÍR á heimavelli í fyrsta leik þeirra um síðustu helgi. Njarðvík vann Snæfell í þriðju umferð deildarinnar í haust og hefur síðan þá aðeins unnið tvo deildarleiki af ellefu. Snæfell endurheimti með sigrinum toppsæti deildarinnar og er með 24 stig, rétt eins og Keflavík. Njarðvík er í næstneðsta sæti með átta stig.Fjölnir lagði Hamar Fjölnir gerði góða ferð til Hveragerðis og vann Hamar, 80-73. Hamarsmenn byrjuðu betur og voru með góða forystu eftir fyrri hálfleik, 43-32. En Fjölnismenn sneru leiknum sér í vil með því að skora 29 stig gegn þrettán í þriðja leikhluta. Fjölnismenn náðu svo að halda forystunni allt til loka þó svo að heimamenn hafi aldrei verið langt undan. Brandon Springer skoraði 29 stig fyrir Fjölni og tók átján fráköst. Magni Hafsteinsson kom næstur með 21 stig. Hjá Hamri var Darri Hilmarsson stigahæstur með sautján stig en Ellert Arnarson skoraði fimmtán.Sigur hjá ÍR gegn KFÍ ÍR vann KFÍ, 92-82, og fylgdi þar með eftir góðum sigri á Njarðvík um síðustu helgi. Liðið er nú komið upp að hlið Hamars og Fjölnis í 8.-10. sæti deildarinnar með tíu stig. ÍR-ingar tóku frumkvæðið í leiknum snemma í leiknum og héltu því allt til leiksloka. Staðan í hálfleik var 47-42. Nemanja Sovic skoraði 27 stig fyrir ÍR og James Bartolotta sextán. Hjá KFÍ voru Darco Milosevic og Craig Schoen stigahæstir með sextán stig hvor. KFÍ er enn í botnsæti deildarinnar með fjögur stig.Úrslitin í kvöldHamar-Fjölnir 73-80 (22-18, 21-14, 13-29, 17-19)Hamar: Darri Hilmarsson 17/6 fráköst, Ellert Arnarson 15, Kjartan Kárason 11, Andre Dabney 10/4 fráköst, Nerijus Taraskus 9, Svavar Páll Pálsson 5/14 fráköst, Snorri Þorvaldsson 4, Ragnar Á. Nathanaelsson 2/9 fráköst.Fjölnir: Brandon Ja Juan Springer 29/18 fráköst, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 21/6 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 15/4 fráköst/6 stoðsendingar, Jón Sverrisson 6/5 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 3, Sindri Kárason 2, Arnþór Freyr Guðmundsson 2, Sigurður Þórarinsson 2.Snæfell-Njarðvík 92-91 (25-18, 22-26, 15-19, 30-28)Snæfell: Jón Ólafur Jónsson 32/13 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 22/6 stoðsendingar, Sean Burton 14/4 fráköst/6 stoðsendingar, Emil Þór Jóhannsson 12, Sveinn Arnar Davíðsson 6/12 fráköst, Atli Rafn Hreinsson 6/5 fráköst.Njarðvík: Christopher Smith 30/7 fráköst/3 varin skot, Friðrik E. Stefánsson 14/7 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 12, Egill Jónasson 11, Jóhann Árni Ólafsson 7/10 fráköst, Páll Kristinsson 6, Rúnar Ingi Erlingsson 4, Lárus Jónsson 3/6 fráköst/8 stoðsendingar, Kristján Rúnar Sigurðsson 2, Óli Ragnar Alexandersson 2.ÍR-KFÍ 92-82 (27-23, 20-19, 18-21, 27-19)ÍR: Nemanja Sovic 27/6 fráköst, Kelly Biedler 16/15 fráköst/5 stoðsendingar/4 varin skot, James Bartolotta 16, Eiríkur Önundarson 13, Hjalti Friðriksson 10, Sveinbjörn Claesson 6, Níels Dungal 4.KFÍ: Darco Milosevic 16/8 fráköst, Craig Schoen 16/4 fráköst, Marco Milicevic 15/5 stoðsendingar, Richard McNutt 13/7 fráköst, Nebojsa Knezevic 12/5 fráköst, Ari Gylfason 6, Carl Josey 4.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Sjá meira